Skírnir - 01.01.1933, Síða 107
Skirnir]
Máttur nafnsins í þjóðtrúnni.
101
öðrum vingjarnlegum nöfnum, svo að þau vinni mönnum
ekki mein.8)
Ekki sízt gæta veiðimenn og fiskimenn þess vandlega,
að nefna ekki nöfn villidýranna og fiskjarins. — Þegar Eski-
móar við Beringssund fara á bjarndýraveiðar, forðast þeir
að nefna björninn, en tala eins og þeir ætli að veiða önn-
ur dýr. Finnskir veiðimenn nefna refi og héra aðeins villi-
dýrin, þegar þeir eru að veiðum. Eigi þora Lappar að
nefna fisk, er þeir eru að veiðum við hin helgu vötn sín,
því að þá mega þeir búast við að fá ekki nokkra bröndu.
Eigi nefna þeir heldur auga, eyra, munn fót, skinn, hjarta,
þarma, blóð, ket, nef, tönn eða rófu, heldur nota þeir töku-
orð eða þá líkingamál einhvers konar í staðinn. Á þennan
hátt hefir hver limur og líffæri bjarnarins, jafnvel hver sin
og taug, hlotið nýtt nafn i máli Lappa auk hinna almennu
lappnesku nafna á þeim. í Svíþjóð forðuðust menn áður
fyrr að nefna björninn réttu nafni, en í stað þess nefndu
þeir hann gullfót, stóra karlinn, stóra pabba o. þvl., því
að menn óttuðust, að ella mundi hann gera usla í bú-
smala þeirra.9)
»Nafnið er vanheillaboði« var trú manna fyrr á öldum.
Upp úr þeirri trú hefir hið svo nefnda vanheilla-tabú eða
vanheillabann sprottið. Dæmi um þessa tegund nafnabanns
er einkum að finna meðal staðanafna. — Syðsti höfði Af-
ríku, sem nú er nefndur Góðrarvonarhöfði, hét áður Storma-
höfði (Cabo tormentoso). — Af svipaðri rót er ferðabann
ýmis konar runnið. — Frá því er sagt, að Indíánar i Guiana
gæti margs konar varúðar á ferðum sínum. Ef þeir þurfa
oauðsynlega að tala um klett, segja þeir: »hann, sem er
harður«. Ekki þora þeir heldur að nefna ár eða eyjar. Þeg-
ar bezt gegnir hefir brot gegn reglum þessum regn og ill-
viðri í för með sér. En alveg eins má búast við skipbroti
eða að illdýri komi upp úr sjónum og svelgi skipið með
allri áhöfn.10)
Hjá fiskimönnum á Hjaltlandi hefir til skamms tíma
(og svo er vafalaust að nokkru leyti enn) nafnbann hvilt
a miklum fjölda staðanafna og annarra orða, þegar verið