Skírnir - 01.01.1933, Page 108
102
Máttur nafnsins i þjóðtrúnni.
[Skírnir
er á sjó. Kvað svo mikið að þessu, að úr myndaðist hreint
og beint skipulagt sjómál, allfrábrugðið venjulegu máli,
einkum að því, er snertir nafnorðaforðann. í riti sínu: Det
norrone Sprog pá Shetland11) hefir Færeyingurinn Jakob
Jakobsen rannsakað leifar norrænnar tungu á Hjaltlandi.
En eins og kunnugt er, byggðist Hjaltland frá Noregi og
lá undir norsku krúnuna þangað til á miðöldum (1469), er
Kristján konungur I. veðsetti það Bretakonungi, en leysti
það aldrei úr veðinu. Eyjaskeggjar mæltu auðvitað lengi
fram eftir á norræna tungu; en eftir að þeir komust undir
brezk yfirráð, tók mál þeirra að blandast skozku, og nú
hefir skozka mállýzkan, er þeir tala, nálega alveg útrýmt
hinni norrænu tungu þeirra. Nokkrar leifar hennar, að vísu
mjög afbakaðar, hafa varðveitzt í sjómáli eyjaskeggja.
í 5. kapitula áður nefnds rits fjallar Jakobsen um
tabúmálið á Hjaltlandi. Hann skiptir því eftir eðli þess í
2 flokka: sjónöfrt, notuð af sjómönnum, þegar þeir eru
við veiðar, og orð af norrœnum uppruna, sem að vísu
hafa vikið úr daglegu tali fyrir skozkum orðum, en hafa
þó eigi gleymzt með öllu, heldur fengið á sig einhvers
konar dularfullan blæ. Höfundur sýnir fram á, að ýmis
þessara orða sé einnig varðveitt sem skáldleg orð í Snorra-
Eddu. — Er ekki ófróðlegt að geta hér nokkurra orða,
sem hafa einnig varðveitzt í norrænum og islenzkum kveð-
skap. Hænan heitir flokner, sbr. -flognir í ísl. orðinu ár-
flognir: örn; eldurinn heitir brener, sbr. -brennir í ísl. orð-
inu forbrennir: eldur; tunglið heitir glö/n, sbr. ísl. glámr:
tunglið; sólin heitir foger, sbr. ísl. orðið fagrahvél: sólin;
hafið heitir dinb, mar og log, sbr. ísl. djúp, marr og lögr:
hafið. — Sum orðin eru umritanir eins og t. d. beni-
man: prestur (eiginl.: bænamaður), de hardi: sjávarbotn-
inn (eiginl.: hinn harði), de smeler: byssa (eiginl.: smell-
ari, sá, sem smellur).
Af sama toga spunnin og sjónöfn þessi eru hin svo
kölluðu sjóvíti hjá oss íslendingum; en um þau verður
nánar rætt síðar.
Svipað nafnabann á sér stað í Færeyjum. — þegar