Skírnir - 01.01.1933, Page 109
Skírnir]
Máttur nafnslns i þjóðtrúnni.
103
mikla varkárni skal við hafa, nefna Færeyingar hnífinn
hvast (eiginl.: hið hvassa), beituna bita, köttinn siuttnös,
brýni hvessi, (eiginl.: það, sem hvesst er með), prestinn
hinn síðklœdda. Viðhafa Færeyingar þessa varkárni eink-
um vegna huldufólksins.12)
Svipuð dæmi um nafnabann mætti greina úr þjóðtrú
margra annara menningarþjóða, í Noregi og Danmörku
til dæmis er það all-víðtækt.
Loks skal getið eins einkennis á nóaorðunum, varúðar-
orðunum, því að það varpar miklu ljósi yfir uppruna og
tilgang tabúmálsins yfirleitt. í varúðarorðunum (nóaorðun-
um) felst stundum lof eða smjaður um þann eða það,
sem þau eiga að tákna. Með hrósyrðunum hyggjast menn
auðvitað að blíðka hin geigvænlegu öfl eða anda, sem
fylgja hlutunum eða búa í þeim. — Þess er þegar getið,
að Góðrarvonarhöfði hafi áður heitið öðru nafni, en hlotið
síðar núverandi nafn sitt. Máttarvöld þau, sem fylgdu
höfðanum og réðu örlögum sæfarenda, hlutu eðlilega að
blíðkast og gangast upp við slíkt hrósyrði sem Góðarvonar-
höfði. Þess hefir og verið getið, að fíllinn og tígrisdýrið
eru nefnd herra og afi i Annam. Auðsætt er, að dýr þessi
láta sér ekki sæma að gera þeim, er nota um þau svo
vingjarnleg nöfn, nokkurn óskunda. Eða hvernig getur
björninn fengið af sér að bíta búsmalann hjá Svíum, er
þeir nefna hann gullfót, stóra pabba o. s. frv.?
í Svíþjóð hét þruman tordön, þ. e. Þórdynur, á mið-
■öldum, en varasamt þótti að nota það orð, þegar þrumu-
veður var; tóku menn því til þeirra ráða að nota orðið
asikkia, þ. e. ásekja (akstur Ása), í stað þess; þaðan er
nýsænska orðið áska, þ. e. þruma, komið. En nú þykir
orðið áska sums staðar vera orðið of algengt með alþýðu
manna, og þvi álitið viðsjárvert að nota það, þegar þrumu-
veður er. Þess vegna segja menn nú: »goa gár«, þ. e. s.
hinn góði er á ferðinni, og hyggjast með því að blíðka
máttarvöld þau, er ráða fyrir þrumuveðrinu.13)
Enn má geta þess, að sjávarheitið velfœrr, sem varð-
veitt er í nafnaþulum Snorra-Eddu, getur nálega með vissu