Skírnir - 01.01.1933, Page 110
104
Máttur nafnsins i þjóðtrúnni.
[Skirnir
talizt vera varúðarorð að uppruna. Nauðsynlegt hefir
sæfaröndum og fiskimönnum þótt að eiga sem vinsam-
legust viðskipti við sjávarvættirnar, því að undir þeim áttu
þeir fé sitt og fjör. Hitt er aftur á móti óhugsandi, að
orðið hafi myndazt sem sannnefni á sjónum, því að oft
mun hann hafa reynzt allt annað en »vel fær«, meðan
ekki var öðru öruggara að etja gegn honum en opnum
skipum, sem ærið oft munu hafa orðið Ægi að bráð með
allri áhöfn.
II.
Leifar i íslenzkum bókmenntum og þjóðtrú.
Það er engum vafa undirorpið, að trúin á mátt nafns-
ins hefir flutzt til íslands með landnámsmönnum, því að í
elztu norsk-íslenzkum bókmenntum verður hennar berlega
vart, og þvi eigi að efa, að hún hefir lifað og dafnað í
Noregi, hinu forna ættlandi íslendinga. í 2. visu Fáfnis-
mála, sem flestir Edduskýrendur telja norsk, kallar Sig-
urður sig »gofugt dýr«, er Fáfnir spyr hann um ætt hans
og uppruna; og í óbundnu máli framan við vísu þessa
segir svo: »Sigurðr dulði nafns síns fyrir því, at þat var
trúa í forneskju, at orð feigs manns mætti mikit, ef hann
bolvaði óvin sínum með nafni.«14)
Verður nú freistað að gera nokkra grein fyrir trúnni
á mátt nafnsins í þjóðtrú vor íslendinga, eftir þvi sem ráða
má af nokkrum stöðum í bókmenntum vorum og sögusögn
manna, er sá, er þetta ritar, hefir átt tal við um þetta efni.
Fyrst skal getið tveggja dæma úr Sæmundar-Eddu,
sem bæði mun óhætt að telja íslenzk, enda þótt fræði-
menn greini annars mjög á um, hve mikinn þátt íslend-
ingar eigi í henni. Annað þessara dæma er í Völuspá
hinni skömmu, sem öllum fræðimönnum nú á tímum ber
saman um, að sé íslenzk. Völvan, sem talar í kvæðinu, á
von á komu voldugs guðs, sem hún segist ekki þora að
nefna. Hún segir svo:
Þá kemr annarr
enn mátkari,