Skírnir - 01.01.1933, Síða 111
Skirnir]
Máttur nafnsins í þjóðtrúnni.
105-
þó þori ek eigi
þann at nefna.15)
Hitt dæmið er kvæðið Alvíssmál. Það er að vísu undir
skilningi manna á kvæði þessu komið, hvort það getur
átt við sem dæmi um þá tegund hjátrúar, sem hér er um
að ræða. En sá skilningur á því, sem tengir það við
tabúmál, virðist eiga við það mikil rök að styðjast, að
tæplega verður gengið fram hjá því hér.
Umgerð kvæðisins er á þá leið, að dvergurinn Alviss
hefir orðið hugfanginn af dóttur Þórs; en Þórr gerir sig
líklegan til að synja honum ráðahagsins. Samt verður það
úr, að Þórr heitir að gefa honum meyna, ef dvergurinn
geti sagt honum allt það, er hann fýsir að vita. Þórr spyr
dverginn alla nóttina, en dvergurinn leysir greiðlega úr
spurningum hans, en gleymir, hvað tímanum líður. Loks
tjáir Þórr dverginum, að dagur sé kominn, hann hafi því
dagað uppi.
Efni kvæðisins.er spurningar Þórs og svör dvergsins.
Þórr spyr um heiti ýmissa hluta hjá goðum, mönnum,.
vönum, dvergum, álfum og jötnum. Til dæmis má taka, að
er Þórr spyr dverginn um heiti himinsins, svarar hann þannig:
Himinn heitir með mönnum,
en hlýrnir með goðum;
kalla vindofni vanir;
upphimin jötnar,
álfar fagra ræfr,
dvergar drúpan sal.
Vísindamaðurinn Axel Olrik hefir komið fram með nýja:
skýring á tilurð þessa kvæðis. Hann telur, að það sé ort
í trúarlegum tilgangi, þ. e. þeim, að kenna mönnum nöfn,.
sem þeim sé óhætt að nota i umgengni sinni við vættirn-
ar og goðmögnin. Hin fágætu, skáldlegu orð í kvæðinu
sé þvi ekkert annað en nóa-orð, sett fram í kvæðisformi,.
svo að þau verði auðnumnari og auðmunaðri þeim, sem
á þeim þurfi að halda.1G)
Aðrir fræðimenn hafa litið svo á, að kvæðið hafi verið
ort í þarfir kveðskaparins, — höfundur hafi viljað kenna.