Skírnir - 01.01.1933, Síða 112
106
Máttur nafnsins í þjóðtrúnni.
(Skírnir
mönnum skáldleg orð, en eignað þau hinum ýmsu verum,
goðum, mönnum, álfum o. s. frv., eftir því sem blær þeirra
og hugsun hafi gefið ástæðu til.
Helztu rökin, sem Olrik færir fyrir þessari skýringu
sinni á tilurð cg tilgangi kvæðisins, eru þau, að sumpart
sé orðaforði kvæðisins sameiginlegur nóa-orðaforðanum í
tabúmáli Hjaltlendinga, sumpart líkist hann honum að
myndun og hugsun. En þótt rök þessi sé ekki óyggjandi,
er skýringin ekki ósennileg. Að minnsta kosti má ætla, að
heitin í kvæðinu sé tekin að einhverju leyti úr orðaforða
tabúmálsins, hvort sem fremur hefir knúð skáldið til að
fara að yrkja, óttinn við nafnið eða áhuginn fyrir skáld-
skaparmálinu.
Þá skulu leiddar líkur að því, að nöfnin Óðinn og
Þórr hafi verið tabú að einhverju leyti í fornum sið, eða
að minnsta kosti verið allvandfarið með þau.
Ekki er þeim, sem þetta ritar, kunnugt um, að neins
staðar sé þess getið í fornum heimildum, að sérstakan
varnað þurfi að hafa á um notkun Óðins-nafnsins, en af
skáldskaparmálinu virðist þó mega ráða, að svo hafi verið.
Það er harla athyglisvert, hve mörg auknefni Óðni hafa
verið gefin. Þessi nöfn, sem munu vera yfir 100 talsins,
eru að vísu aðeins varðveitt í kveðskap og í nafnaþulum
Snorra-Eddu, en vel geta sum þeirra verið alþýðleg að
uppruna þrátt fyrir það, og hafa verið mynduð sem nóa-
orð, af því að nafnið Óðinn hafi verið tabú. Þarna er feng-
in einföld skýring á því, að Óðinn einn allra goðanna skuli
•eiga sér svona mikinn fjölda auknefna, þar sem önnur goð,
er miklu meiri vinsældum áttu að fagna hjá almenningi í
Noregi og á íslandi en Óðinn átti, höfðu engin eða örfá
auknefni. Óðinn heitir m. a. Alfoðr, Báleygr, Fjolnir, Fengr,
Jólnir, Olgr, Rognir, Svolnir, Tvíblindi, Valfoðr, og þannig
mætti lengi telja. Þessi nafnasægur hefir komið sér vel, er
sneiða þurfti hjá hinu ægilega Óðins-nafni.
Það er einnig athyglisvert, að Óðins-nafnið kemur ekki
nema einu sinni fyrir sem stofnorð mannkenningar, en það
er í Gráfeldardrápu, 7. vísu. En eins og þeim er kunnugt,