Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 114
108
Máttur nafnsins i þjóðtrúnni.
[Skírnir
(sbr. það, sem sagt er að ofan um Óðins-nafnið). En auk þessa
er til bein heimild, ekki yngri en frá 14. öld, um, að geigur
nokkur hafi staðið af Þórs-nafninu og öðrum goðanöfnum,
því að þar er það talið »likligt til langlífis og heilla«, að
menn héti tveim nöfnum, ef annað nafnið var dregið af
eða samsett með Þórs-nafninu eða öðru goðanafni.19)
Greinilegt dæmi um mátt nafnsins er frásögnin um
viðureign Vilhjálms sjóðs við jötnana; mun hún færð í
letur á 15. öld. — Vilhjálmur leggur höfuð sitt að veði í
tafli við jötun nokkurn. Vilhjálmur tapar taflinu og á því
ekki annan kost vænna en láta höfuðið, nema því aðeins
að hann finni helli jötunsins innan þriggja vetra og kunni
þá nöfn allra trölla, er þar eigi heima. Vilhjálmi tekst á
hinn furðulegasta og ævintýralegasta hátt að leysa þraut
þessa; hanr. finnur hellinn og lærir nöfnin. Nú kemur þar,
að Vilhjálmur hefir nöfnin yfir í áheyrn tröllanna. En er
tröllin heyra þau, bregður þeim svo við, að þau ærast,
bera vopn hvert á annað og berjast, unz þau eru öll
fallin.20)
Eitt handritanna af Vilhjálms sögu sjóðs er ritað af
Jóni Erlendssyni í Villingaholti. í handritinu hefir hann
gert eftirfarandi athugasemd við tröllanöfnin: »Svo verður
að skrifa, sem aðrir hafa skrifað, þótt brauk mikið sé, og
þarf ekki þessi leiðu nöfn tröllanna að lesa fyrir gárung-
um.« Sýna þessi ummæli, að tröllanöfn hafa ekki meira en
svo þótt hafandi í hámælum á 17. öld og talsverður óttii
hefir staðið af þeim.
Víða sést þess getið í þjóðsögum vorum, að menn1
gátu komizt hjá þeirri hættu eða þvi grandi, sem þeim
var búið af tröllum og illvættum, ef þeir kunnu nöfn þeirra
og gátu nefnt þau að þeim áheyrandi. Með sama hætti
gátu menn leyst sig frá skuldbindingum við vættir þessar.
Voru þær skuldbindingar oftast hvorki meiri né minni en
það, að vættirnar áttu rétt á að hirða þá eða fólk þeirra,
sem skuldbundizt höfðu þeim, með húð og hári, ef ekki
var fengin vitneskja um nafnið innan ákveðins tíma.
Ólafur muður inun flestum vera kunnur úr þjóðsög-