Skírnir - 01.01.1933, Page 115
Skirnir]
Máttur nafnsins í þjóðtrúnni.
109
unum. Sagnir um hann eru til í ýmsum myndum; en sú,
sem hér fer á eftir, er einna veigamest og kemur þessu
efni helzt við. — Álfkonan Hallgerður hafði orðið fyrir
þeim ósköpum, að verða að skæðu trölli eða illvætti,
er átti byggð í Bláfelli. Hún firrti alla þá, er um Kjal-
veg fóru, viti eða lífi. Úr þessum álögum gat hún ekki
komizt, nema því aðeins að mennskur maður segði henni
nafn hennar, og horfðist því allilla á um, að svo mætti
verða. En Ólafur komst í kynni við álfa, og hjá þeim varð
honum kunnugt um örlög Hallgerðar og með hverjum hætti
’hún yrði leyst. Tók hann sér nú fyrir hendur að hjálpa
henni. Bjóst hann að heiman og gerði sér til erindis að
fara í skreiðarferð suður á land. Hann lagði leið sína suð-
ur Kjöl, og er hann kom suður að Bláfelli, kom tröll-
kona, ærið hrikaleg, á móti honum og ávarpaði hann þannig:
Ólafur muður
ætlarðu suður?
Ræð ég þér rangkjaftur,
að þú snúir heim aftur.
Ólafur lét sér hvergi bregða, en svaraði:
Sittu heil á hófi
Hallgerður á Bláfjalli.
Þá svarar tröllkonan:
Fáir kvöddu mig svo fyrri,
farðu vel ljúfurinn ljúfi.
Losnaði nú Hallgerður úr álögunum og varð því alls
hugar fegin.21)
Flestum mun og kunn sagan af kirkjusmiðnum á Reyni.
— Kirkjubóndinn að Reyni í Mýrdal ætlaði að láta gera
nýja kirkju. Hann varð síðbúinn um útvegun timburs og
unnars þess, er þurfti til kirkjugerðarinnar. Komið var að
slætti og sýnt, að kirkjunni yrði ekki komið upp fyrir vet-
ur. Var bóndi allhugsandi út af þessu. Einu sinni kemur
til hans maður, er býðst til að taka að sér kirkjugerðina.
En i smíðalaun heimtar hann, að bóndi segi honum nafn
hans, áður en kirkjusmíðinni sé lokið, ella fái hann son
bónda, sex ára gamlan, í smíðalaun. Bóndi gengur að þessu.