Skírnir - 01.01.1933, Síða 116
110
Máttur nafnsins i þjóðtrúnni.
[Skírnir
Tekur nú smiðurinn til starfa, og sækist smíðin furðulega
fljótt. Bráðum fer bóndi að verða hugsjúkur, og því meira,
sem lengra gengur fram kirkjugerðin, því að hann sá þess
engan kost, að komast fyrir um nafn smiðsins. Einu sinni
verður bónda reikað burt frá bænum, leggst hann niður
við hól og hyggur að vandkvæðum sínum; heyrir hann þá.
kveðið í hólnum:
Senn kemur hann Finnur,
faðir þinn, frá Reyn
með þinn litla leiksvein.
Þóttist hann þá skilja, að Finnur þessi væri enginn annar
en kirkjusmiðurinn, og varð fegnari en frá verði sagt. Þeg-
ar hann kom heim, gekk hann á fund kirkjusmiðsins, þar
sem hann var að verki. Sá hann þá, að smiðurinn var aó
telgja síðustu fjölina, en átti eftir að festa hana. Bóndi
ávarpar smiðinn og segir: »Senn ertu nú búinn, Finnur
minn.« Varð smiðnum heldur en ekki hverft við, enda
hvarf hann i sömu andránni og hefir ekki sézt síðan.22)
Glöggt dæmi um mátt nafnsins er og sagan um Gili-
trutt. — Ungur bóndi, nýkvæntur, bjó undir Eyjafjöll-
um. Bóndi var áhugamaður og starfsmaður hinn mesti.
En aftur á móti var kona hans dáðlaus mjög og nennti
ekki að sinna nauðsynlegustu störfum. Það líkaði bónda
stórilla, en gat þó ekki að gert. Eitt haust fékk hann henni
ull mikla og bað hana vinna til vaðmála, en dauflega tók
hún undir þá bón. Leið svo á vetur fram, að húsfreyja
snerti ekki vinnuna. Einu sinni kemur kerling, ærið stór-
skorin, til húsfreyju og biður hana að greiða eitthvað fyrir
sér. Húsfreyja spyr, hvort hún geti unnið fyrir hana í stað-
inn. Verður það úr, að kerling tekur við ullinni, lofar að
gera úr henni vaðmál og heitir að færa húsfreyju það á
sumardaginn fyrsta næsta vor. En sú kvöð hvíldi á vinnu
kerlingar, að húsfreyja skyldi segja henni nafn hennar í
3. gátu, um leið og hún kæmi með voðina. Húsfreyja gekk
að þessu. Leið nú veturinn, og á útmánuðum fór húsfreyja
að hugsa um nafn kerlingar og varð mjög hugsjúk, því að
hún sá þess engan kost, að komast eftir nafni hennar.