Skírnir - 01.01.1933, Page 118
112
Máttur nafnsins í þjóðtrúnni.
[Skírnir
um þjóðum, að tabú hefir hvílt á ýmsum orðum, sem
tengd eru sjómennsku eða snerta störf sjómanna á ein-
hvern hátt. Eldir enn nokkuð eftir af þessari trú bæði hér
á landi og annars staðar.
Allir eldri fiskimenn vorir kannast við hin svo nefndu
sjóvíti; en svo var að orði komizt, að menn gerði sig seka
í sjóvíti, ef þeir nefndu hættulegar skepnur eða vættir rétt-
um nöfnum, er þeir voru á sjó. Meira að segja var óleyfi-
legt að nota orð, sem samsett voru úr nöfnum þessara
dýra og vætta eða hluta úr þeim eða voru samhljóða
þeim (homonym), enda þótt merking væri allt önnur.26)
í eftirfarandi vísu eru mönnum lagðar lífsreglurnar um
það, hversu þeir skuli hegða sér í þessu efni:
Varastu búra, hross og hund,
haltu svo fram um langa stund,
stökklinum stýrðu frá;
nautið ekki nefna má
nokkur maður sjónum á.
Nöfnin búri, hross, hundur, stökkull og naut eru nöfn á
illhvelum, sem menn nefndu annars fullum nöfnum búra,
hrosshveli, hundhveli, stökkul og nauthveli og trúðu, að
grandaði skipum og væri hinir ferlegustu ásýndum. Þessi
illdýri mátti ekki nefna réttum nöfnum, því að þá voru
þau vís til að koma og hvolfa skipinu með mönnum og
öðru, sem í var. Aldraður fiskimaður hefir sagt þeim, sem
þetta ritar, að hvorki hafi menn nefnt hross né naut á sjó
í hans ungdæmi. Hefir ástæðan til þess auðvitað verið sú,
að þeir hafa búizt við, að þá mundi hrosshvelið og naut-
hvelið koma. Sagði hann og, að ekki hafi mönnum þótt
hlýða að nefna orðið hvalur, heldur hafi þeir jafnan sagt
stórfiskur.
Á Snæfellsnesi utanverðu, Breiðafjarðar megin, er fjall,
sem Búrfell heitir. Enn í dag forðast menn að nefna það
réttu nafni, þegar þeir eru á sjó, en nefna það i stað þess
Matarfell. Hafa þeir þennan varnað á um notkun nafnsins
vegna samstöfunnar búr-, sem er samhljóða búr- í orðinu búri.
Roskinn sjómaður úr Reykjavík hefir sagt þeim, er