Skírnir - 01.01.1933, Side 119
Skírnir]
Máttur nafnsins í þjóðtrúnni.
113
þetta ritar, eftirfarandi sögu, er gerðist í ungdæmi hans,
er hann stundaði sjó á Suðurnesjum. Einu sinni sem oftar
var hann að veiðum á miðum úti við annan mann. Sáu
þeir þá allt í einu hval koma upp á yfirborð sjávarins
ekki langt frá sér. Félagi sögumanns, sem var heldur sjó-
hræddur, mælti þá á þessa leið: »Blessuð skepnan, þessu
er stýrt.« Sennilega hefir hann átt við, að hvalnum væri
stýrt af forsjóninni. Ekki þótti honum áhættulaust að vera
lengur við veiðiskapinn, heldur hraðaði sér til lands. Jafn-
skjótt og hann sté á þurrt land, mælti hann við félaga
sinn, þann, er söguna segir; »Það var mikið, að hann drap
■okkur ekki, helvítið það tarna.«
Ótti mannsins við hvalinn hefir valdið því, að hann
talaði svona hlýlega um hann, meðan honum fannst hætta
geta stafað af honum. En úr því að öll hætta, sem af hvaln-
um gat stafað, var um garð gengin, fannst karli ekki þurfa
■að vanda honum kveðjurnar. Hafa dæmi um sams konar
hrósandi ummæli áður verið greind.
Menn, sem enn eru á lífi, herma, að í þeirra ungdæmi
hafi þótt öruggara að tala um refinn með varkárni, hafi
menn jafnan skirrzt við að nota orðið tófa, er þeir voru
við sauðfjárgæzlu, í mesta lagi hafi þeir leyft sér að nota
orðið dýr. Ekki verður með neinni vissu sagt, hvort varúð
i umtali manna um tófuna hafi verið mjög útbreidd á ís-
landi fyrr á tímum; en þó virðast hin mörgu nöfn, sem
refurinn gengur enn undir í sveitum þessa lands, benda til
þess, að svo hafi verið. (Sbr. það, sem sagt er um Óðin
hér að framan.) Refurinn er nefndur dýr, lágfóta, melrakki,
skolli, tófa o. s. frv., og bera sum nöfnin með sér, svo
sem lágfóta og melrakki, að þau eru alþýðlegar nýmynd-
anir, sem að eðli sínu eru umritanir eða kenningar, eins
og sum nóaorðin í tabúmáli Hjaltlendinga.
Mörg fleiri dæmi mætti greina úr íslenzkum bókmennt-
um og íslenzkri þjóðtrú um trúna á mátt nafnsins. En
þau dæmi, sem hér hafa verið til færð, sýna til fullnustu
að þessi trú hefir átt sér stað með íslendingum eigi síður
■en mörgum öðrum þjóðum.
8