Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 120
114
Máttur nafnsins í þjóðtrúnni.
[Skimir
Niðurlag.
Áður en skilizt er við efni þetta, þykir hlýða að fara
nokkrum orðum um þau áhrif, sem nafnabann hefir á tung-
ur þeirra þjóða, sem það viðgengst hjá.
Það liggur í hlutarins eíli, að nafnabann er ein þeirra
mörgu stoða, sem renna undir endurnýjun orðaforðans.
Áður hefir verið minnzt á sænska orðið tordön, sem varð
að rýma fyrir orðinu asikkia vegna banns, er á því hvíldi.
Einnig er þess getið, að nafnið Stormahöfði varð að rýma
fyrir nafninu Góðrarvonarhöfði af sömu ástæðu. Ekki er
ósennilegt, að orðið stórfiskur hafi verið myndað sem nóa-
orð til þess að komast hjá því að nota orðið hvalur; og
víst er, að nú um langt skeið hefir orðið stórfiskur verið
miklu meira notað en orðið hvalur af mönnum, er stunda
sjómennsku.
Áður er að því vikið, að ýmis af nöfnum refsins hafi
upphaflega verið nóa-orð; hafa þau að nokkru leyti kom-
ið í stað orðanna refur og tófa. Ekki er það ósennileg til-
gáta, að orðið fóa, sem notað er um tófuna í fornum kveð-
skap og er samgermanskt að uppruna og því ævafornt,
hafi horfið úr almennu máli í íslenzku, af því að það hafi
verið tabú. Einnig hafa verið leiddar líkur að þvi, að bann,
sem hvílt hafi á Óðins-nafninu, hafi átt einhvern þátt í
myndun hins mikla heitafjölda Óðins. Af öllu þessu er því
ljóst, að bann, sem hvílt hefir á ýmsum orðum, hefir vald-
ið því, að önnur orð voru mynduð til þess að nota sam-
hliða þeim, er tabú' hvíldi á, eða í þeirra stað, ef þau
hurfu að öllu.
En nafnabannið hefir ekki einungis valdið myndun
nýrra orða, heldur hefir það einnig vakið upp forn og úr-
elt orð; því til sönnunar má benda á ýmis nóa-orð úr tabú-
máli Hjaltlendinga. Hefir nokkurra þeirra verið getið hér
að framan, og nægir að vísa til þess, sem þar segir. Auð-
vitað skiftir það engu máli, hvort nóa-orðin voru ný eða
gömul, aðeins bar nauðsyn til, að þau væri óalgeng, svo
að þau næði tilgangi sínum.
Ýmis fleiri dæmi mundi mega til tína til þess að sýna