Skírnir - 01.01.1933, Page 123
Landnáma og Njáls saga.
Eftir Guðna Jónsson.
Um Njáls sögu hefir margt og mikið verið ritað, en
mest af því er skráð á útlendum málum. Meðal stærstu og
merkustu ritgerða um söguna má telja doktorsritgerð A. U,
Bááth 1885 um samsetning nokkurra íslendinga sagna, þar
á meðal Njáls sögu, sem tekur þar allmikið rúm, þá bók
þeirra Lehmanns og Carolfelds 1883, sem fjallar einkum
um lögfræði sögunnar og miðar annars yfirleitt að því að
sýna fram á óáreiðanleik hennar, og svo rit Finns prófess-
ors Jónssonar, bæði stóru bókmenntasöguna og enn fremur
sérstaka ritgerð, er birtist í Aarboger 1904 sem andsvar
við riti þeirra Lehmanns og Carolfelds. Fjölda margar styttri
ritgerðir um söguna og einstök atriði hennar hafa komið
út, ýmist í tímaritum eða í sambandi við útgáfur og þýð-
ingar af sögunni, og yrði það of langt upp að telja. Það,
sem skrifað hefir verið um Njáls sögu á íslenzku, er miklu
minna, en þó talsvert að vöxtunum til, ef í einn stað
væri komið.
Enda þótt öllum fræðimönnum komi saman um það,
að Njáls saga megi hiklaust teljast mest listaverk af öll-
um íslendinga sögum og fyrir ýmissa hluta sakir þeirra
nierkust, þá eru skoðanir manna á hinn bóginn allskiptar
um áreiðanleik hennar í sögulegum skilningi. Hafa íslend-
ingar yfirleitt frá fornu fari virt svo, sem sögurnar væri
yfirleitt sannar heimildir og að þær skýrðu rétt frá sögu-
legum viðburðum. Sú mun meira að segja hafa verið tíð-
>n, að þeir trúðu til fulls á sannleiksgildi riddarasagna og