Skírnir - 01.01.1933, Side 124
118
Landnáma og Njáls saga.
[Skírnir
fornaldarsagna og skyldi því engan undra, þótt þeir efað-
ist ekki um, að hin hófsamlega, yfirlætislausa frásögn ís-
lendinga sagnanna væri sönn. En þessi skoðun á fornritum
vorum hefir breytzt æði mikið á síðari tímum, og einkum
hafa sumir útlendir fræðimenn dregið sanngildi þeirra mjög
í efa, stundum með gildum rökum, en stundum að ástæðu-
lausu. Þetta er efni, sem þarfnast enn víðtækra rannsókna,
áður en fullnaðardómur sé upp kveðinn. Þeir staðir eru
harla margir í íslendinga sögunum, þar sem benda má á
ýmis konar missagnir eða ranga frásögn, skekkjur í ættar-
tölum, rangt farið með nöfn o. fl., en slíkt er alls ekki
undarlegt, þar sem atburðirnir voru ekki skráðir fyrr en
2—3 öldum eftir að þeir gerðust. Þegar þessa er gætt, er
það i rauninni undrunarvert, hvað lítið er þar um sannan-
lega ónákvæmni eða rangfærslur.
Til þess að rannsaka, hve sannorðar sögurnar séu,
verður það ráð fyrst fyrir að bera þær saman við aðrar
heimildir, er segja frá sömu mönnum og viðburðum. Þar
eigum vér eitt ómetanlegt heimildarrit, en það er Land-
námabók. Er hún höfuðrit í þessu efni fyrir það tvennt, að
hún er allra fornrita áreiðanlegust og að hún er eins
konar rót og undirstaða íslendinga sagna. Flestar sögurnar
snerta Landnámu að einhverju leyti og er hún því hinn
ágætasti prófsteinn á áreiðanleik þeirra.
En samanburður Landnámu og íslendinga sagna hefir
fleiri hliðar en þessa. Hann er ekki síður merkilegur vegna
Landnámu sjálfrar, einkum að því er snertir handrita rann-
sókn hennar. Eftir þeim samanburði má skipta sögunum í
þrjá flokka. í fyrsta lagi eru sögur, sem Landnáma hefir
notað og stuðzt við sem heimild og eru því eldri en hún.
í öðru lagi eru sögur, sem hafa notað Landnámu sem heim-
ild og eru því yngri en hún, og í þriðja lagi eru sögur,
sem eru öldungis óháðar Landnámu og verður því ekkert
um aldur þeirra ráðið af samanburði við hana. í sumum
sögum eru greinilega heilir kaflar teknir upp úr Landnámu
og geta þeir stundum verið mikils virði til þess að ákveða,
hver sé hinn upphaflegasti Landnámutexti. En það kem-