Skírnir - 01.01.1933, Síða 125
Skirnir] Landnáma og Njáls saga. 119
ur ekki efni þessarrar ritgerðar við að fara lengra út í
það mál.
Samanburður sá, sem hér fer á eftir, er upphaflega
gerður til þess að rannsaka það, hvort hægt sé að benda
á nokkur tengsl á milli Landnámu og Njáls sögu, þannig,
að annað þessarra rita kynni að hafa haft hitt að heimild.
En þótt niðurstaðan verði neikvæð, og slik rittengsl sé
ekki fyrir hendi, þá væntum vér þess, að ýmsum þyki
ekki ófróðlegt að sjá, hvernig þessum ritum ber saman
um þau atriði, er bæði segja frá. Má og af þeim saman-
burði draga nokkurar ályktanir um áreiðanleik sögunnar í
þeim sérstöku atriðum, er þar koma til greina.
Eins og vænta má hefir Landnáma ekki nema sára-
lítið af hinu mikla efni Njáls sögu, og þó naumast minna
en við er að búast. Flestar aðalpersónur sögunnar eru
nefndar í Landnámu og auk þess er sagt stuttlega frá
nokkurum helztu viðburðum sögunnar. Þessir viðburðir eru:
bardaginn við Knafahóla, bardaginn hjá Hofi og aðför að
Gunnari og víg hans og loks stærsti viðburður sögunnar,
Njáls brenna.
Um bardagann við Knafahóla segir Landnáma svo frá,
er greint hefir verið frá Iandnámi Kols Óttarssonar í Sand-
gili: »Hans son var Egill, er sat fyrir Gunnari Hámundar-
•syni (hjá Knafahólum) ok fell þar sjálfr ok austmenn tveir
með honum ok Ari húskarl hans, en Hjörtr bróðir Gunn-
■ars af hans liði« (Sturlub. 354. k.ap., Hauksb. 312. kap.;
það sem er innan sviga tekið úr Hauksb.).
Hér ber nú Landnámu og sögunni talsvert á milli. Af
írásögn Njáls s. (61. kap.) kemur það skýrt fram, að for-
ángi og hvatamaður þessarrar aðfarar að Gunnari var Stark-
aður undan Þríhyrningi, en Landnáma nefnir hann alls ekki
í þessu sambandi og orð hennar liggur beinast við að skilja
þannig, að Egill í Sandgili stæði fyrir fyrirsátinni. í öðru
lagi segir Landnáma, að tveir austmenn hafi fallið með
■Agli, en Njáls s. segir, að einn austmaður hafi fallið (63.
IrapJ). Enn er það að telja, að Njáls s. þekkir ekki Ara
ihúskarl Egils og loks ber þessum heimildum alls ekki sam-