Skírnir - 01.01.1933, Page 126
120
Landnáma og Njáls saga.
(Skírnir
an um manníallið í bardaganum. Landnáma teiur 5 (4-f-1),
en sagan hvorki meira né minna en 15 (14 -f 1) menn, og
ber öllum handritum sögunnar saman um þá tölu. Það
þarf ekki mörgum blöðum um það að fletta, að frásögn
Landnámu um þetta atriði er miklu sennilegri. En hvað
sem því líður ber þessum heimildum það mikið á milli, að'
auðsætt virðist, að frásagnir þeirra sé hvor annarri óháð-
ar. Hefir því hvor þeirra um sig haft sína heimild og
fylgt henni.
Um bardagann hjá Hofi, aðför að Gunnari og víg
hans segir Landnáma svo frá: »Gunnarr barðisk við Otkel
úr Kirkjubæ við garð at Hofi ok fell Otkell þar ok Skamm-
kell. Geir goði ok Gizurr hvíti ok Ásgrímr Elliða-Grímsson
ok Störkuðr undan Þríhyrningi . . . þeir fóru um leiðar-
skeið ok komu um nótt með xxx manna til Hlíðarenda, en
Gunnarr var fyrir með einn karlmann fulltíða. ij menn fellu
úr liði Geirs, en xvi urðu sárir, áðr Gunnarr fell« (Hauksb.
312. kap., vantar í Sturlub.).
Ef vér lítum fyrst á það, sem Njáls s. segir um for-
ingja þeirra, er fóru að Gunnari, þá sjáum við, að frásögn
hennar ber ekki heim við Landnámu í ýmsum verulegum
atriðum. Fyrst og fremst talar Njáls s. jafnan um Gizur
hvíta sem aðalforingja fararinnar, hann stjórnar aðsókninni
og hans atkvæða er jafnan leitað um allan vanda (sbr.
Njáls s. 77. kap.). Hins vegar er það auðsætt, aö Land-
náma telur Geir goða aðalforingja fararinnar, sbr. »Geirr
goði ok Gizurr hviti«, »tveir menn fellu úr liði Geirs«, og
ber henni um það atriði heim við Eyrbyggja sögu, sbr.:
»sem dæmi finnask at þeim Geir goða ok Gizuri hvíta,
. . . ok léttu atsókninni, áðr Geirr goði fann þat af skyni
sjálfs sín, at honum fækkuðusk skotvápnin« (Eyrb. s. 47.
kap.). Um þetta atriði standa því tvær góðar heimildir
gegn Njáls s. Þá er þess að gæta, að Landnáma getur að
engu Marðar Valgarðssonar, sem átti þó að sögn Njáls s.
mjög mikinn þátt í ráðagerð allri um aðför að Gunnari og
var sjálfur meðal höfðingja í förinni, að því er sagan seg-
ir. Enn er þó ótalið það, sem mestu máli skiptir, en það'