Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 127
Skírnir]
Landnáma og Njáls saga.
121'
er það, að Landnáma telur Ásgrím Elliða-Grímsson meðal
höfðingja, er fóru að Gunnari. Fer því svo fjarri, að Njáls
s. telji hann í þeim hópi, að sagan lætur þvert á móti
ótvirætt í veðri vaka, að með Ásgrími og Gunnari hafi
verið allkær vinátta, og þegar Gunnar varð fyrir fyrirsát-
inni við Knafahóla segir sagan, að hann hafi verið að
koma úr heimboði frá Ásgrími, þar sem hann var leystur
út með góðum gjöfum og vinmælum (Njáls. s. 60.—61.
kap.). Er hér því um beina mótsögn að ræða milli sög-
unnar og Landnámu.
Skal þá víkja að öðrum atriðum í þessari frásögn.
Tímaákvörðun Landnámu um aðförina að Gunnari ber ekki
alls kostar heim við söguna. Segir sagan, að þetta gerðist
»um haustit« (Njáls s. 76. kap.), en Landnáma segir, að
þeir hafi farið »um leiðarskeið«, það er um það leyti, sem
venja var að halda leiðarþing. En »leið skal eigi vera síð-
ar en dróttins dag þann, er laugardaginn áðr lifa viij vik-
ur sumars, enda skal eigi leið vera fyrr en xiiij nætr eru
frá alþingi« (Grágás Ia, 111). Víg Gunnars hefir því gerzt
nokkuru fyrr, ef fylgt er ummælum Landnámu, en annars
þarf eigi bein mótsögn að felast í þessu. Um mannfjöld-
ann, sem sótti Gunnar heim, ber heimildunum ekki heldur
saman, en raunar er ekki mjög mikið upp úr því leggjandi,
vegna þess að tölur gátu hæglega ruglazt. Flest handrit
sögunnar telja, að þeir hafi verið 40, tvö þeirra telja 30,
eins og Landnáma, og eitt 20 menn. Hér má þó segja, að
Eyrbyggja saga hafi metið, því að hún segir, að þeir hafi
farið 80 að Gunnari. Er svo að sjá, sem oftast ella, að
Landnáma fari næst sanni. Loks er enn að nefna eitt
veigamikið atriði, sem heimildunum ber á milli um. Njáls
s. tekur það skýrt fram, að Gunnar hafi verið einn karl-
manna heima, er óvinir hans komu, og vill með því gera
vörn hans enn ágætari, en Landnáma segir, að hann hafi
verið »fyrir með einn karlmann fulltíða«. Skiptir þetta
óneitanlega talsvert miklu máli.
Þá víkur að því, er Landnáma minnist á Njáls brennu,.
en það gerir hún svo stuttlega, sem mest má vera. Eftir-