Skírnir - 01.01.1933, Page 129
Skírnir]
Landnáma og Njáls saga.
123
-því hafa ráðið að nokkuru, hvaða ættartölur urðu í sög-
unni og hverjar ekki.
Ýtarleg rannsókn á ættartölum Njáls sögu og saman-
burður á þeim við aðrar heimildir, mundi verða æði langt
niál og miklu lengra en hér er rúm fyrir. Hér skulu þó
dregin fram fáein atriði, er sýna það, að því fer allfjarri,
að Landnámu og sögunni beri alstaðar saman í ættrakn-
ingum sínum.
Vér skulum fyrst líta á ætt Sighvats hins rauða. Niðj-
•ar hans eru taldir þannig í Landnámu (Sturlub. 345. kap.,
Hauksb. 304. kap., Melab. 9. kap.):
Sighvatr rauði cu Rannveig Eyvindsdóttir lamba
Sigmundr, er veginn var við Sandhólaferju Bárekr
Þorgerðr Mörðr gigja Sigfúss Lambi Rannveig Þórðr
Önundr | I ! I I
bildr Unnr oj Þráinn Sigmundr Gunnarr Steini
Valgarðr enn grái at Hlíðarenda
Njáls saga telur þessa sömu ætt þannig (sbr. 1., 19.,
34. og 41. kap.):
Sighvatr rauði, er veginn var við Sandhólaferju
•Sigfúss Mörðr gígja
I I .
Rannveig Unnr
I
'Gunnarr at Hliðarenda
Sigfúss Lambi
I' I
Þráinn o. fl. Sigmundr
(Sigfússynir)
Auk þess sem ætt þessi er fyllri í Landnámu, er hér
sá megin munur, að sagan sleppir alveg Sigmundi, er Land-
náma segir, að veginn hafi verið við Sandhólaferju, en tel-
ur þá Mörð gígju, Sigfús og Lamba syni Sighvats hins
Tauða, og það hafi verið hann, sem veginn var. Missagnir
sögunnar gægjast fram í því, að Rannveig er talin Sigfús-
dóttir Sighvatssonar rauða og ætti Sighvatur rauði eftir
því að hafa átt tvo sonu með Sigfúsar nafni. Sigfús faðir
ílannveigar er auðsjáanlega ruglingur úr Sigmundi í Land-