Skírnir - 01.01.1933, Síða 130
124
Landnáma og Njáls saga.
[Skirnir
námu. En fyrir bragðið verður allt skakkt. Eftir Landnámu
er Rannveig systir Marðar gígju og bræðra hans, en bróöur'
dóttir þeirra eftir því sem sagan segir. Ekki er ólíklegt, að
ruglingur þessi stafi af því, eins og B. Th. Melsted gizkar
á (íslendinga saga II, 235—36), að Sighvatur rauði haii'
verið tvíkvæntur og Sigmundur sonur hans af fyrra hjóna'
bandi. En hvað sem um það er, er ljóst, að Landnáma og
Njáls saga fylgja hér hvor sinni heimild.
Bæði Landnáma og Njáls saga nefna sex börn Síðu-
Halls, en af þeim eru aðeins þrjú sameiginleg, Þorsteinn,
Egill og Þorvarður (fleiri Njáluhandrit nefna hann þó Þor-
vald). Hin þrjú, er Landnáma nefnir, eru Kolr, Yngveldr
og Þorgerðr (Sturlub. 310. kap., Hauksb. 270. kap.), en í
Njáls sögu eru hin þrjú nefnd Ljótr, Þiðrandi og Steinvör
(96. kap.). í þessu þarf ekki að felast nein mótsögn, ef
menn vilja góðfúslega leyfa sér að fjölga börnum Síðu-
Halls upp í níu, en það sýnir þó engu að síður, að heim-
ildirnar eru hvor annarri óháðar um þetta.
Landnáma segir, að Otkell í Kirkjubæ væri Hallkels-
son, og var sá Hallkell bróðir Ketilbjarnar hins gamla að
Mosfelli (Sturlub. 389. kap., Hauksb. 343. kap.), en Njáls
saga (47. kap.) telur hann Skarfsson Hallkelssonar. Skarfur
er mjög fágætt mannsnafn, kemur hvergi annars staðar
fyrir í íslendinga sögum, nema í sögu Hávarðar ísfirðings
og aldrei í Mosfellinga ætt, hins vegar var það ekki óal-
gengt sem viðurnefni. Um þetta standa heimildirnar hvor
gegn annarri, og verður ekki með vissu sagt, hvort
réttara er.
í Njáls sögu (46. kap.) er sagt, að móðir Geirs goðai
væri Þorkatla dóttir Ketilbjarnar hins gamla. En Landnáma
segir, að Þorkatla Ketilbjarnardóttir hafi átt Eilíf hinn
auðga son Önundar bílds (Sturlub. 387. kap., Hauksb.. 34U
kap.), en Þorgerður systir hennar giftist Ásgeiri Úlfssynb
föður Geirs goða (Sturlub. 386. kap., Hauksb. 340.. kap)-
Sagan hefir því hér auðsjáanlega blandað þessum systrum
saman. Þá segir svo í 57. kap. sögunnar, að kona Stark-
aðar undir Þríhyrningi væri Hallbera dóttir Hróald» hins