Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 131
■Skírnir]
Landnáma og Njáls saga.
125
rauda, en í Landnámu (Hauksb. 312. kap.) segir, að kona
Starkaðar væri Þuríður Egilsdóttir frá Sandgili. Eins og
kunnugt er af sögunni, fylgdust þeir mjög að málum, Egill
í Sandgili og Starkaður, svo og synir þeirra, og verður
það líka auðskilið, ef það er rétt, sem Landnáma segir, að
Egill væri tengdafaðir Starkaðar. Af því verður og skiljan-
■legt, hvers vegna Landnáma virðist telja Egil fyrir óvinum
Gunnars í fyrirsátinni við Knafahóla, eins og áður er getið
um. Hins vegar hefir Njáls saga (58. kap.) allt aðra skýr-
ingu á venslum Egils og Starkaðar, sem sé þá, að Egill
’hafi átt, eða að minnsta kosti átt börn við, systur Stark-
■aðar, er Steinvör hét. Þess skal getið, að Hallbera Hróalds-
■dóttir og Steinvör systir Starkaðar eru hvorugar nefndar
Landnámu.
í 113. kap. Njáls sögu er rakinn ættbálkur Guðmundar
'hins ríka og Þórlaugar konu hans. Ætt Þórlaugar er þar
allfrábrugðin því, sem Landnáma telur vera (Sturlub. 187.
kap., Hauksb. 154. kap.). Sést munurinn gjörla af þessu
yfirliti:
Landnáma: Bárðr í Á1 Njáls s.: Skíði enn gamli
I I _
Skiði enn gamli Ketill refr
I I
Atli Bárðr í Á1
I I
Eilífr örn Eilífr örn
Atli enn rammi
Atli enn rammi
Þórlaug Þórlaug
Sitthvað fleira má benda á í þessum sama kapítula
sögunnar, en því verður að sleppa hér.
Um ætt Þorgeirs Ljósvetningagoða ber Landnámu og
Njáls sögu ekki heldur saman. Telur sagan (105. kap.)
hann Tjörvason, en Landnáma (Sturlub. 244. kap., Hauksb.
208. kap., og víðar) og allar aðrar heimildir, sem um þetta
geta, þar á meðal Ljósvetninga saga, telja hann Þorkelsson.
Mun Njáls saga rugla honum saman við Þorkel Tjörfason