Skírnir - 01.01.1933, Page 132
126
Landnáma og Njáls saga.
[Skirnir
lögsögumann 1034—53, sem Jón Sigurðsson hyggur vera
munu sonarson Þorgeirs Ljósvetningagoða (Safn II, 18).
Þá ber og þessum heimildum hvorki saman um bræð-
ur Gunnars á Hlíðarenda né sonu hans. í Landnámu eru
taldir þessir bræður Gunnars: Hjörtr, Helgi, Hafr og Ormr
skógarnef (Hauksb. 307. kap., Melab. 12. kap.). Tveir af
þeim eru alls ekki nefndir í Njáls sögu, þeir Helgi og
Hafr, en aftur á móti telur sagan Kolskegg, sem engin
önnur heimild þekkir. — Um sonu Gunnars er líkt að
segja. Landnáma (Hauksb. 312. kap.) telur Grana og Há-
mund, en Njáls saga (59. kap.) Grana og Högna. Nú mætti
að visu segja, að hér væri ekki um neina mótsögn að
ræða, ef sú ályktun væri dregin af þessu, að Gunnar hefði1
átt þrjá sonu en ekki tvo. En sú ályktun á lítinn rétt á
sér, vegna þess að báðum heimildum ber saman um að
telja ekki nema tvo syni Gunnars. Líklegt er, að Högni
í Njáls sögu sé sami maður sem Hámundur i Landnámu
og styður það hennar mál, að Hámundar nafnið var fyrir
í þeirri ætt.
Að lokum skal bent á hið mikla ósamræmi milli Land-
námu og Njáls sögu um ætt sjálfrar aðalpersónu sögunn-
ar, Njáls á Bergþórshvoli. í Landnámu er ætt Njáls talin
þannig (Sturlub. 341.—342. kap., Hauksb. 299.—300. kap-,
Melab. 6.—7. kap.):
Askr enn ómálgi
i i
Ófeigr oj Ásgerðr Þórólfr, er fóstraði'
Þorgeir gollni
Þorgeirr gollnir Þorsteinn flöskuskegg o. fl.
I
Njáll
í Njáls sögu (20. kap.) er ættin rakin mjög á annan
veg. Þar er í flestum handritum Þórólfur talinn faðir Þor-
geirs gollnis en ekki fóstri hans og Ásgerður talin kona
Þorgeirs en ekki módir hans; faðir Ásgerðar er nefndur
Áskell hersir enn ómálgi. í sögunni lítur ættartalan með-
öðrum orðum þannig út: