Skírnir - 01.01.1933, Síða 133
Skírnir]
Landnáma og Njáls saga.
127
Þórólfr (Ófeigr) Áskell hersir enn ómálgi
I I
Þorgeirr gollnir oo Ásgerðr
I
Njáll
Nokkuru eftir að Ásgerður kom til íslands giftist hún
í annað sinn að sögn Landnámu (Sturlub. 340. kap., Hauksb.
298. kap., Melab. 5. kap.) Þorgeiri hinum hörðska og átti
með honum tvo sonu, Holtaþóri og Þorgrím hinn mikla.
Þessa síðari giftingu Ásgerðar nefnir Njáls saga ekki, en
segir hins vegar, að sonur hennar væri Holta-Þórir faðir
Þorgrims hins mikla. Samkvæmt sögunni verða þessir menn
feðgar, en eftir frásögn Landnámu eru þeir brœður. Er
þarna enn mótsögn í heimildunum.
Af þeim atriðum, sem hér hefir verið bent á, ætti það
að vera fullljóst, að Landnáma og Njáls saga eru hvor
annarri öldungis óháðar um frásögn, og hafa þær stuðzt
við mismunandi heimildir, sem voru ólíkar í ýmsum grein-
um. Það er ekkert vafamál, að Landnáma er allmiklu eldri
en Njáls saga og munar það svo miklu, að varla mun of-
mælt, að elztu drög Landnámu séu að minnsta kosti heilli
öld eldri en sagan í sinni núverandi mynd. Bæði af þessu
og svo einnig hinu, að Landnáma hefir yfirleitt á sér ótvi-
ræðan blæ visinda og sannsögli, verður að taka hana sem
heimild fram yfir Njáls sögu — og aðrar sögur, — þar
sem á milli ber, nema hið gagnstæða verði sannað með
rökum. Þó að með þessu móti verði nokkuð að hrófla við
trúnni á sannleiksgildi íslendinga sagna í einsökum atrið-
um, þá standa þær samt sem áður jafnréttar eftir sem
sannar mannlífs myndir og eilífur vottur um íslenzka rit-
snild, er hún stóð í blóma sinum. Heimildir höfundar Njáls
sögu hafa að vorri hyggju verið bæði munnlegar og skrif-
legar. Ættartölurnar skriflegar, en efni sögunnar annars
sótt í munnlegar frásagnir, er gengu mann frá manni, Allt
þetta efni hefir hann síðan myndað og mótað og steypt í
eina heild með því meistarabragði, sem öllum verður
minnistætt, sem Njáls sögu hafa lesið. Að hann hafi Iagt