Skírnir - 01.01.1933, Page 135
Arabisk menningaráhrif.
Eftir Fr. le Sage de Fontenay sendiherra.
Erlend orð eru alltaf bezti mælikvarðinn til þess að kom-
ast að raun um hvaða menningaráhrifum einhver þjóð og mál
hennar hafa orðið fyrir. Það er almenn regla í menningar-
sögunni, að orðid fylgi hlutunum eða hugtökunum. Þar af
leiðandi hefir uppruni orðanna og ganga þeirra frá máli
til máls hina mestu þýðingu í sögu menningarinnar.
Erlend orð í hverju tungumáli bera það með sér,
hvaðan hlutir og hugtök séu komin, og gefa samtímis
glögga sönnun fyrir Ieið menningaráhrifanna. Sést þetta bezt
þegar litið er á hin mörgu erlendu orð, sem kristnin hafði
i för með sér. Kristniboðinu fylgdi ný menntun, ný hug-
tök, nýir hlutir, og með því ný orð í tugatali.
Af þessum orðum skal aðeins nefna fá: kirkja, klaust-
ur, skóli, altari, messa, kredda, biskup, prestur, djákn o. m. fl.
Þau hafa áunnið sér borgararétt í málinu, og enginn hugs-
ar lengur um að uppruni þeirra sé erlendur. En samt ber
tilvera þeirra í íslenzkunni vitni um erlend menningaráhrif.
Það er mjög fróðlegt að búa til safn af erlendum orð-
urn úr einhverju máli, en að sjálfsögðu verður að raða
þeim á sögulegan hátt, þannig að orðum frá sömu tíma-
bilum sé skipað saman. Má þá úr þeim lesa menningar-
sögu hlutaðeigandi þjóðar, sjá hvaða menningaráhrifum hún
hefir orðið fyrir, hvað hún hefir lært af öðrum á ald-
anna rás.
Engin menning er sjálfalin eða sjálfþroskuð, engin
Þjóð getur andlega séð verið sjálfri sér nóg. Þjóð, sem
9