Skírnir - 01.01.1933, Síða 136
130
Arabisk menningaráhrif.
[Skirnir
reynir það, einangrast og staðnar. Menning hennar stirðnar
og getur ekki þróazt. Allar þjóðir eiga að læra hver af
annari til þess að komast á æ hærra menningarstig. Þaó
er glapsýn, að hugsa annað. Sjáið Kínverja og Spánverja,.
þeir hafa um langan aldur talið sjálfa sig vera menning-
arlega forystuþjóð og land sitt miðstöð veraldarinnar.
Land sitt kalla Kínverjar Tsjung-kwo, þ. e. »miðdepils-
landið«, og orðin »orgulloso como un castellano«, þ. e..
»montinn eins og Spánverji«, sýna glögglega hvað Spán-
verjar hugsa um sjálfa sig gagnvart öðrum þjóðum.
Núverandi Norðurálfumenning er orðin blöndun alls-
konar menningaráhrifa. En hvaðan eru þau áhrif? Hvaða
þjóðir hafa skapað menningu nútímans, menningu Norður-
álfunnar, sem okkur finnst gnæfa hátt yfir alla aðra menn-
ingu, aðallega vegna þess, að við villumst á hugtökunum
menning (civilisation) og menntun (kultur). Menning okk-
ar, hin verkfræðilega og visindalega þróun, afstaða mann-
kynsins til náttúrunnar umhverfis, er frumsmíði Norðurálf-
unnar á grísk-rómversk-arabiskum grundvelli. En menntun
okkar, hin andlega, sálarlega menning, afstaða mannkyns-
ins til sjálfs sín, er sambland af mörgum mjög ósamkynja
menningarefnum.
Frumefnin i menningu okkar og menntun eru egipzk,.
babylonsk, grísk, rómversk, gyðingleg, byzönzk, arabisk,
indversk o. m. fl., hér er ekki unnt að nefna allt. Með
öðrum orðum, menningar- og menntunarástand Norðurálf-
unnar nú er niðurstaða samvinnu margra þjóða og gagn-
kvæmra áhrifa. Og ítarleg rannsókn menningarsögunnar er
ógerandi án víðfaðma kunnáttu á ýmsum sviðum, því öll
rannsókn þar að lútandi leiðir mann ósjálfrátt frá menn-
ingu til menningar, viðstöðulaust.
Meðal þeirra þjóða, sem standa fremst í menningar-
sögu mannkynsins sem milligöngumenn menningaráhrif-
anna, er austræn þjóð, sem heitir Arabar, i sögumálinu er
land þeirra kallað »Rabitaland«. Arabar hafa ekki sjálfir
verið mjög frumlegir að nýjum hugsunum eða uppfynding-
um. En þeir hafa allra þjóða mest verið flutningsmenn.