Skírnir - 01.01.1933, Side 137
SkírnirJ
Arabisk menningaráhrif.
131
menningarinnar í víðtækustu merkingu. Menningarverksvið
Araba hefir í stuttu máli verið tvennt: landfræðilega séð
milliliður milli Norðurálfunnar og Asíulanda, sögulega
séð milliliður milli Forngrikklands og Norðurálfu nú-
tímans.
Þetta hefir verið hinn mikli skerfur þeirra í menning-
arsögunni, varðveizla arfsins frá fornþjóðunum, sérstaklega
Grikkjum, meðan fornmenningin lá enn í rústum eftir þjóð-
flutningana og goto-germönsku þjóðirnar voru ekki enn
farnar að taka arfinn upp og halda menningarþróuninni
áfram. Þetta gat fyrst komið til mála með viðreisnartíma-
bilinu, og það er skoðun margra, einnig mín, að mikilvæg
skilyrði viðreisnarinnar hafi einmitt verið menningaráhrif
Araba á miðaldaþjóðirnar í Norðurálfu.
Eins og Byzanzmenn (Miklagarðsbúar), þá voru Arabar
arftakar Grikkja og Fönikiumanna. Eftir að kalífadæmið
komst á fót, höfðu Arabar með höndum mikinn hluta
heimsverzlunar Grikkja og Sýrlendinga, og fram að árinu
1500 höfðu þeir einokun á milliliðaverzluninni milli Evrópu
og Indlands og Kína. Þau menningarverðmæti voru ótelj-
andi, sem Arabar á þessum 800 árum, bæði andlega og
veraldlega, komu heiminum í kynni við.
Frá Kina hafa þeir fært okkur gljálakk, postulín, papp-
ir, leiðarsteininn og sennilega líka púður; frá Indlandi tölu-
stafi og núlltáknið, einnig kallað sifra. Þessi fáu dæmi bera
ómótmælanleg vitni um þau ómetandi menningarverðmæti,
sem Arabar voru að koma í umferð. í grein minni »Kultur-
historiske Betragtninger« (menningarsögulegar hugleiðingar)
í Nordisk Tidskrift 1913 hefi ég gefið stutt yfirlit yfir ein-
mitt þetta miðlunarstarf Araba á miðöldunum.
Til þess að gera sér hugmynd um aðstöðu Araba í þess-
um efnum, mundi vera fróðlegt að heimsækja italskan
hafnarbæ á miðöldunum, til dæmis Feneyjahöfn, þegar
kaupmanna-lýðveldið stóð í blóma og Feneyjaskipin sóttu
hinar girnilegu vörur Austurlanda í hafnir Miðjarðarhafs-
botna.
Við horfum þá fyrst á umferðina, trcifik, í höfninni.
9*