Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 140
Arabisk menningaráhrif.
134
[Skírnir
kveðju. Bæði orðin eru arabisk: emir-al-ma, þ. e. sjófor-
ingi, og qalib, þ. e. mót, steypumót.
En einnig á öðrum sviðum má finna mörg arabisk
orð, sem almennt eru notuð í flestum Norðurálfumálum.
Og ef spurt er, á hvaða sviðum þetta eigi sér stað, þá
er það í stuttu máli verzlunin með hinum margvíslegu
austrænu vörum, sérstaklega munaðarvörum, það eru vís-
indi, listir, neyzla og þægindi, sem Arabar eru lærimeist-
arar í, allar miðaldir saman.
Það er ókleift að nefna hér meira en örfá dæmi til
sönnunar orðum mínum. Flest finnast þessi arabisku orð í
suður-evrópumálum, ítölsku, spönsku og frakknesku. Bæði
á frakknesku og spönsku eru til orðabækur yfir arabisk
orð í þessum málum. Enn í dag hafa sumir embættismenn
á Spáni arabisk heiti: »alcalde«, »alguazil«; örnefni eru
arabisk: »Guaðiana«, »Guaðalquibir«, höfuðár Spánar;
og almennt orð sem »fu!ano«, þ. e. einhver, samsvarar
arabiska orðinu fulan með sömu merkingu.
Eitt af þeim sviðum, er flest arabisk orð eru til á, eru
vefnaðarvörur. í flestum norðurálfumálum finnast orð sem
»baldikin«, »damask« (af Damaskus), »kótun«, »musselin« (af
Mosul), »satin« (arab. zeituni, eftir kínverskum bæ Tsen-
Thung), »atlask« og »taft«. Af Ieðurvörum: »chagrin«, »cor-
duan«, »maroquin« og »saffian«. Af litum: »anilin«, »azur«,
»lila«, »safran«, »skarlat«. Af ávöxtum: »aprikósa«, »orange«,
»ribs«, »sago«. Af blómum: »jasmin« og »tulipan«. Af
kryddum og neyzluvörum: »ambra«, »kamfóra«, »kaffi«>
»mokka«, »arrak«, »punch«, »síróp«, »sykur«. Af heimilis-
gögnum: »alkove«, »dívan«, »karaffe«, »madras«, »sófi«,
»taburet«.
Af vísindum má fyrst nefna stærðfræði; þar eru orð
sem: »algebra«, »algorismus«, »sifra«, táknið x, sem er
spönsk stytting fyrir arabiska orðið sjaj, eitthvað, á spönsku
skrifað »xai«, og »sínus«, sem er orðrétt þýðing á arab-
iska orðinu djaib, sem aftur er lán frá Indverjum. Loksins
má nefna arabisku tölustafina, sem Arabar upprunalega
hafa lært af Indverjum og seinna kennt Norðurálfubúum.