Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 141
Skírnir]
Arabisk menningaráhrif.
135
í stjörnufræði og stjörnuspáfræði eru lika arabisku orð-
in yfirgnæfandi. Orð sem »almanak«, »alhidade«, »azimut«,
»zenith« og »nadir« sýna ótvírætt, hvaðan þessi vísinda-
grein sé komin. Óþarfi er að minna á, að ógrynni af stjörnu-
nöfnum eru arabisk: Aldebaran, Algol, Deneb, Vega o. s. frv.
Um efnafræðina er hið sama að segja. Hún er upp-
mnalega sprottin af gullgerðarfræðinni, sem með arabiska
orðinu nefnist alkimla. f vísindagrein þessari úir og grúir
af arabiskum orðum. Hér um bil öll iðnfræðileg orða-
tiltæki á þessu sviði eru hrein og bein arabisk orð,
til dæmis má nefna: »alkali«, »alkohol«, »amalgam«,
»bismuth«, »borax« (burís), »eliksir«, »natrón«, »soda«.
Að mörgu leyti hefir læknisfræðin hagnýtt sér rannsóknir
gullgerðarinnar, og sum lyf hafa enn þá hin gömlu arabisku
heiti frá þeim tímum.
Enn minna einstök orð í læknisfræðinni á þann tíma
þegar arabiskra lækna var mikið leitað við hirðir Suður-
■evrópu og læknaskólinn frægi í Salerno byggði á kunn-
áttu Araba. Bæði í ljósfræði og augnlæknisfræði gerðu
Arabar frumlegar rannsóknir og uppgötvanir. Sumar inn-
æðar hafa enn hin arabisku heiti: »vena basilica«, »kepha-
lica, saphena«, af orðunum al-basiliq (upprunalega grískt
■orð), al-qifal, as-safin, og »sesam«-beinið heitir eftir
arabiska orðinu „simsim“.
Frá vísindunum snúum við okkur að listunum. Einnig
þar eigum við Aröbum sumt gott að þakka. í braglist
stóðu þeir Suðurevrópubúum miklu framar, og áhrif þeirra
á ítalska bragfræði varð snemma augljós. Hendingar þekkt-
ust sem kunnugt er ekki hjá Rómverjum og Grikkjum, en
koma þegar fyrir í kóraninum og í forníslamiskum skáld-
skap. Það er þess vegna mjög sennilegt, að bæði rím og
sónháttur í ítalska skáldskapnum eigi rót sína að rekja til
Araba, og hin ítalska »stanza«, þ. e. átta vísuorða erindi,
virðist vera þýðing arab. beit, þ. e. tjald, hús, herbergi,
eins og »stanza« einnig þýðir herbergi. í byggingarlistinni
hafa Arabar skapað skeifubogann og kniplingakennda flúr-
Jist, sem bezt þekkist frá töfrahöllinni Al-hambra, og er