Skírnir - 01.01.1933, Síða 142
136
Arabisk menningaráhrif.
[Skírnir
orðið »arabesk« enn haft um þetta. Normannar á Ítalíu
tóku snemma upp hinn arabiska oddboga, ekki einungis til
burðar, heldur líka til skrauts. Hins vegar er enn óvíst, hvort
arabiski oddboginn hefir haft áhrif á gotneska stílinn á
Frakklandi. í hljómleikum megum við þakka Aröbum »lut«,
sem þeir leika ástarsöngvana á, og þaðan koma aftur
»gitar« og »mandolin«.
Nú gætu menn ef til vill spurt: En hvaða samband
hefir þetta allt við íslenzkuna? í okkar máli eru yfirleitt
fá erlend orð, og því síður arabisk, að undanteknum þeim
örfáu iðnfræðilegu orðum, sem að framan eru nefnd: rís,
karat o. s. frv. íslenzkan er sérstaklega hreint mál, sem
alltaf hefir komizt hjá því að taka við óprýðandi erlend-
um orðum.
Þetta er sjálfsagt alveg rétt. En einmitt í því er mikilf
svipur með báðum málunum. Arabiskan er eins og ís-
lenzkan mál, sem getur torveldlega samlagað sér erlend
orð í óbreyttri mynd. Þess vegna er það óhjákvæmilegt í
báðum málum annaðhvort að þýða eða steypa upp öll
þau erlend orð, sem kunna að koma með nýjum hlutum
eða hugtökum. Kennari minn í arabisku, Östrup próf., er
hingað kom í fyrirlestraferð fyrir fjórum árum, var alltaf
að dást að því og taldi það stórkostlegt, að íslenzkan
gæti haldizt eins hrein og arabiskan.
Einstök dæmi geta sannað hvernig erlend orð hafa
breytzt eftir sérhætti beggja mála, svo að engum dettur
síðar meir í hug, að þarna sé um erlend orð að ræða.
Sem islenzk dæmi af þessu tæi má nefna: musteri af lat.
»monasterium« úr engilsax. »meoster«; djákn af lat. »dia'
conus« úr engilsax. »diácon«; gimsteinn af lat. »gemma«
úr engilsax. »gimstán«; legill af lat. »lagellum« úr f. þýzku
»legel«; dauss, drómundr, pataldr og kurteis af f. frönsku
»dous« (deux, 2), »dromon«, »bataille« og »courtois«.
Viðvikjandi arabisku má nefna: frakkneska orðið
»journal«, þ. e. dagblað, verður djurnal og beygist í fleir-
tölu eins og önnur orð af sömu mynd: djaranil; slik fleir-
tala nefnist »brotin fleirtala« (pluralis fractus) vegna þess