Skírnir - 01.01.1933, Page 143
Skírnir]
Arabisk menningaráhrif.
137
að orðin eins og brotna; enn fremur lat. orðið Cæsar, þ. e.
keisari, verður kaisar, fl. kajasaret; lat. »castrum« her-
búðir, verður kasr, fl. kusur; gríska orðið »filosofos«, heim-
spekingur, verður failasúf, fl. falasifat; gríska orðið »præ-
kokkion« (af lat. »præcox«, snemma þroskaður, verður
al-barqúq, sem aftur flyzt til Norðurálfu sem aprikósa;
indverska orðið »nirvana«, útslokknun, verður fana'un.
Þessi dæmi láta eins og bregða fyrir broti af menn-
ingarsögu íslendinga og Araba. íslendingar fá flest kirkju-
orð sín frá Engilsöxum, hermennsku- og hæverskuorð frá
Frökkum; Arabar fá hermennskuorð frá Rómverjum, vis-
indaleg orð frá Grikkjum og heimsfjarlæga speki frá Ind-
landi. Lán af erlendum orðum varpa eins og leiðarljósi.
yfir hvað lántakandi þjóðina vantar og hvað hin lángef-
andi hefir á boðstólum.
Aðalstefna beggja mála er þá sú að þýða öll erlendí
orð, breyta mynd þeirra eða skýra þau á einhvern annan
hátt. íslenzk orð sem hugmynd (gr. »idea«) og verpill
(teningur) gefa góða hugmynd um, hvernig erlend hugtök
eða erlendur hlutur á að samlagast íslenzkunni. Sama gild-
ir um arabiskuna: »atom«, á islenzku eind, verður dharrat,
sem einnig merkir maur, rykögn; löggjafarþing, »parla-
ment«, verður madjlís, þ. e. seta (samanber á þýzku: »Sit-
zung«), ráðstefna (af sagnorðinu djalasa, sitja). »Suveræni-
tet« er á íslenzku fullveldi, á arabisku mavlavijet, sem
kemur af sagnorðinu valija, þ. e. ráða fyrir. Af sama orð-
stofni er vcili, tyrkneskur landstjóri, og vilajet, tyrkneskt
fylki; Bandaríkin nefnast með sama orði vildjet al-mutta-
hidet, þ. e. sameinuðu fylkin.
Sem siðasta dæmi til þess að bera saman, hvernig
hvort málið sigrar erfiðleikana á þýðingu þvílíkra orða, vil
ég aðeins nefna orðið »isolation«; á íslenzku er það ein-
angrun, á arabisku myndast það með sérstakri sagnmynd,.
hinni tíundu, sem merkir að framkvæma eitthvað fyrir
sjálfan sig, í eigin hag. Nú er til orðstofn farada, þ. e. að
vera einsamall, þá merkir 10. sagnmyndin, istafrada, að
einstekja eitthvað, þ. e. »isolera«, einangra, og nafnorðið.