Skírnir - 01.01.1933, Page 144
138
Arabisk menningaráhrif.
[Skírnir
verður istafrcidun, »isolation«, einangrun. Og hinn ofantaldi
stofn valija merkir í sömu 10. sagnmynd, istivla, »að leggja
undir stjórn sína«, og nafnorðið verður þá istivldun, »occu-
patio«, landnám, hertaka.
Af því, sem að ofan hefir verið skýrt frá, er auðsætt
að islenzkunni hafa ekki borizt mjög mörg orð úr erlend-
um málum, því síður úr arabiskunni. Af hinum mörgu
arabisku orðum, er áður var nefnt að tekin væru upp í
flest norðurálfumál, hafa aðeins fáein smeygt sér inn í
íslenzkuna.
Allmörg orð eru þýdd. Ég skal aðeins nefna sem dæmi:
tárif, tollskrá; tara, umbúðir; zenith og nadir, hvirfil- og
ildepill; alkali, lút; alkohol, áfengi.
En hins vegar efast ég ekki um, að flest þau orð, sem
nefnd hafa verið, séu notuð í nútímamálinu sem iðnheiti á
sínu sviði af húsmæðrum, verzlunarmönnum og vísinda-
mönnum; það eru heitin á vefnaðar- og leðurvörum, iitum,
ávöxtum, kryddi og neyzluvörum og ýmsum húsgögnum.
Og þó að reynt hafi verið að þýða þau, hefir almenning-
ur stundum ekki tekið nýyrðin upp. Þýðingar eins og tyrkja-
traf (»musselin«) eða silkingur (»satin«) hafa ekki enn þá
rutt sér til rúms.
Mér þykir sjálfsagt í þessu sambandi að benda á þau
orð af þessu tæi, sem þegar eru til í sögumálinu. Svo
segir í Sturlungu: »Sturla orti um Birgi jarl af Svíþjóð tólf
vísna flokk, ok þá þar laun fyrir; var þat kumpas af bal-
dikin, og kyrtill hálfermaðr, baldikinn, ok skarlat, ok ágæt
kaprun.« »Baldikin«, einskonar »brokade«, er heitið eftir
kalífabænum fræga í »Þúsund og einni nótt«, Baghdad,
sern á miðöldum á Norðurálfumálum, einnig á íslenzku,
nefnist Baldak (ísl. æfintýri, 1882, bls. 51). Skarlat er f.
fr. »escarlate«, upprunalega persn. sakirlat, sem sennilega
með arabisku milliliðaverzluninni er komið til Suðurevrópu.
Önnur saga auðug af erlendum orðum er Karlamagnús
saga. í skrautbúnaði Rollants, þegar hann var leiddur á fund
Karlamagnúsar konungs, eru nefndir »kordúnaskúar mærðir
með dýrinu úarga« (ljón). Kordúna (fr. »courdouan«) er