Skírnir - 01.01.1933, Síða 146
140 Arabisk menningaráhrif. [Skirnir
nrál mitt of langt að þessu sinni. Um hina orðflokkana
verður að nægja að nefna aðeins nokkra þeirra. Það er
ekki tilgangur minn að tína hér upp öll þau orð, sem
kunna að hafa arabiskan uppruna í fornmálinu, og ekki
heldur öll nú notuð iðnfræðileg orð á sérstökum sviðum,
til dæmis i stærð- og stjörnufræði, læknisfræði, efnafræði,
lyfjaskránni eða í verzlunarmálinu, vöruheitum o. s. frv.
Af neyzluvöruorðum er til á gamla málinu »alamandr«,
þ. e. mandla, orð sem sennilega er af arabiskum uppruna.
Til þess benda myndir orðsins á öðrum málum: sp. »al-
mendra«, fr. »amande« og á ensku »almond«, en þó er
saga orðsins ekki útskýrð.
í Karlamagnús sögu er oft nefnt tabur, á arabisku
tonbúr, á frönsku og öðrum málum »tambour«, »tambur«,
þ. e. bumba, og segir þar af Serkjum, að þegar þeir riðu
til árásar, »gerðu þeir svá mikinn gný ok þyt at víða heyrði,
blásandi hvellum lúðrum, stórum hornum ok digrum trumb-
um, berjandi á tabur ok skjöldu«. Af nýtízku hljóðfærum
er »lut« arabisk, sem að ofan er nefnt, og kemur af arab-
iska orðinu al-’úd.
Orðið »kabil« hefi ég þegar nefnt, og »targa«, lítill
skjöldur, er vafasamt að uppruna. Annars vegar er spánska
orðið »adarga« ótvírætt komið af arabiska orðinu ad-daraqa,
þ. e. leðurskjöldur, og hins vegar er fr. »targe«, þýzka orð-
ið »Tartsche« og fornnorræna orðið targa, sem fræðimenn
í germönskum og norrænum málum vilja halda að sé frum-
norrænt-germanskt orð. Elzta tilvitnunin, »tröddusk törgur«
(Hákonarmál) sýnir þó, að orðið gæti tímans vegna verið
arabiskt að uppruna, og stefna menningarstraumsins á mið-
öldum bendir einnig til þess.
Af vísindaorðum hefi ég áður nefnt almanak, algorismus
og sifra. Um orðið almanak var lengi deilt. Málfræðingar
vildu halda því fram, að þar væri um koptiskt orð að
ræða: »almenikiaka«, sem þegar finnst hjá Eusebios kirkju-
föður (f 340), og það getur vel verið, að orð þetta liggi
til grundvallar síðara arabisku orði. En um 1300 skrifaði
Ahmed ibn-Muhammed ibn-Othman al-Azdi ibn-al-Banna