Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 147
Skírnir]
Arabisk menningaráhrif.
141
al-Marrákusji bók með fyrirsögn al-manakh, þ. e. »leiðar-
vísir til útreiknings mánaðamóta«. Slíkir leiðarvísar eru
mjög nauðsynlegir fyrir Múhameðstrúarmenn vegna tungl-
ársins. Þessi vísindamaður var, sem nafn hans sýnir, fædd-
ur í Marrakesj, bæ í Marokkó, og bækur hans finnast enn
í handritum í Alger, Tetuan, Escurial, París og London.
Hvað er þá sennilegra en að orðið al-manakh sé frumorð
spánska orðsins »almanaque«, fr. »almanach« o. s. frv. á
öðrum norðurálfumálum, einnig í íslenzkunni.
Orðin algorismus og sifra (cifra) eru alþekkt úr Hauks-
bók: »Her byriar algorismum«. Þessi kafli í Hauksbók er
þýðing af kvæði »Carmen de Algorismo«, sem samið er af
hinum málfróða Alexander de Villa Dei i lok 12. aldar og
hefur tölustafina í niynd 13. aldar, mynd sem þeir halda
fram að tíma prentlistarinnar. Algorismus er nafn hinna
fjögurra reikningstegunda eftir hinu indversk-arabiska talna-
kerfi, og orðið er haft í þessari merkingu langt fram á
nýju öldina. Uppruni þess er höfundarnafn, eða réttara
sagt kenningarnafn höfundarins, Muhammed ibn-Musa (um
820), kallaður al-Khovarizmi eftir fylki í Persíu, samanber
nafnið á barnalærdómsbókinni »Ponti«. Arabiska frumritið
þekkist nú aðeins í latnesku þýðingunni »Algoritmi de nu-
mero Indorum« (handrit í Cambridge). Önnur bók hans
„al-djabr val-muqabala“ varð tilefni orðsins »Algebra«
(úr orðinu „al-djabr“), orð sem enn helzt í flestum menn-
ingarmálum.
Sifra, núll, er auðskýrt, þ. e. arabiska orðið sifr, tóm-
•ur, auður, þýðing á sanskrít-orðinu qunya, núll.
Skáktafl er indverskt að uppruna, en af Aröbum flutt
til Evrópu, þar sem skák er í fyrsta skipti með vissu
nefnd í erfðaskrá eftir tvo greifa í Barcelona um 1010.
Elztu tilvitnun í arabiskum bókmenntum er að finna hjá
al-Mas'udi í bók hans Muradj adh-dhahab, þ. e. »Hinar
•gullnu engjar«, skrifuð um 940—950. En meir en 100 ár-
um áður er kalífinn frægi Harun ar-Rásjid sagður að hafa
sent skáktafl að gjöf til Karlamagnúsar.
Eins og margt annað hafa Arabar lært skák hjá menn-