Skírnir - 01.01.1933, Síða 148
142
Arabisk menningaráhrif.
[Skírnir
ingarkennurum sinum, Persum. Konungur taflsins á nafn
sitt, sjah, eftir persneska orðinu fyrir konung: »shah«, og
þaðan kemur íslenzka orðið skák. Nú verður konungur
mát, þá er þetta á arabisku esj-sjdh mat, þ. e. »konungur-
inn er dauður«, og enn er þetta orðatiltæki almennt not-
að í nærri öllum norðurálfumálum á mismunandi hátt:
sp. »jaque mate«, portúg. »xamate«, ít. »scacco matto«,.
fr. »échec et mat«, þý. »schachmatt«, dsk. »skakmat«, en.
»checkmate« og ísl. (skák) mát. Hrókurinn heitir eftir
persnesk-arabiska orðinu rukh, sem á persnesku merkir
vaskan mann, á arabisku ógnarfuglinn Rok í »Þúsund og
einni nótt«, og á báðum málum hrókinn í skáktaflinu..
Á ensku merkir »exchequer«, þ. e. skákborðið, eða borð
með skákofnu klæði til reikningsnota, ríkissjóð, og ávísun
á hann var því kölluð »cheque«, á íslenzku tjekk. Undar-
legt má það heita, að heitið á fjármáiaráðherra Breta
»chancellor of the exchequer«, þ. e. skáktaflskanslari, og
íslenzka orðið tjekk, eru bæði runnin af arabiska orðinu sjúh.
Annars mun ég ekki fjölyrða um sögu skákarinnar,.
sem á einhvern kynlegan hátt er orðin kvenkyns á ís-
lenzku, eða um hina mennina í skáktaflinu. Mikinn fróð-
leik um það er að finna í bók Willard Fiske »Chess ia
Iceland and in Icelandic literature« (1905) og saga skák-
listarinnar er rakin ítarlega af A. van der Linde í bókinni
»Quellensstudien zur Gesch. des Schachspiels« (1881) og af
H. J. R. Murray í »A history of Chess« (Oxford 1913).
Sumt sýnir, að skáktafl upphaflega var áhættuspil, »ha-
sard«, eins og kotra, »triktrak«, og að verplakast réð gangi
taflsins. í merkingunni áhætta, æsing, er nú arab. orð að
smeygjast inn i Reykjavikur-íslenzkuna, orðið »hasar« eða
»hasi«. Það er arab. orðið az-zahr, sp. »azar«, sem
merkir kotruverpil, gæfu í spilamennsku. Einkennilegt er,.
að einnig orðið »risikó«, skuli vera arab., nefnilega rizq,.
þ. e. skamtur (ration), skamtur af lífsgæðum frá guði, gjöf,.
gæfa, örlög.
Af dýranöfnum ber einkum að nefna fíl, sem er alveg
samsvarandi arab. orðinu fil. í Norðurálfumálum er þetta