Skírnir - 01.01.1933, Page 150
'144
Arabisk menningaráhrif.
[Skírnir
Áður en ég skil við þessar hugleiðingar, sem verið hafa
• á víð og dreif, get ég ekki komizt hjá því að gera tvær
-athugasemdir. Fyrst þá, að svo að segja ekkert þessara
orða, sem ég hefi skýrt frá, finnst í eddukvæðum eða í
elztu dróttkvæðum. Flest koma þau fyrir í seinni tíma sög-
um, einkum riddarasögum. Þar næst, að til þess að rann-
saka sögu orðanna verður að ákveða sem nákvæmast hve-
nær þau koma fyrst fyrir, og þetta ætti að gerast að venju
í öllum málfræðilegum vísindabókum. Án þess verða allar
getgátur og rökræður um flutning orða óáreiðanlegar.
Sheherazade í »Þúsund og einni nótt« segir hvað eftir
annað: »Einu sinni var«. Þetta orðatiltæki varð fyrirmynd
frásagnarlistarinnar og er nú orðið algengt í flestum menn-
ingarmálum Norðurálfunnar. Östrup prófessor hefir skýrt
frá því, í doktorsritgerð sinni »Studier over 1001 Nat«,
hvernig Spánverjar hafa tekið upp talshátt þennan eftir
Serkjum, og að talshátturinn seinna hefir farið sigurför í
ótal málum sem inngangsorð að æfintýrum, og loks um
allan heim með æfintýrum hins fræga Dana H. C. Ander-
sen. Á spönsku er það »Era lo que era« (orðrétt: það var
sem var) og á arabisku »Kán ma kan hatta kan wahið
Sultann (orðrétt: það var sem var, þangað til soldán einn
var).
Ég vona nú, að ég með þessum dæmum hafi skýrt frá
hinum þýðingarmestu áhrifum á menning og menntun, sem
við Norðurálfubúar, og þar með íslendingar, eigum Aröb-
um að þakka, þótt mörgu sé óhreyft. Og vonandi sýnir
það, sem er sagt hér, hve voldug hreyfing Islam, þ. e. »ljúf
auðsveipni við guð«, hefir verið, og hvaða menningar- og
menntunarefnum hún hefir komið í umferð. Og allt þetta
hófst í afkimabænum Mekka, með einum manni, Mú-
hameð, sem var óánægður með feðranna trú. Kenningar
þessa manns, sem í sögunum er kallaður »Maumet«, guð
Serkja, eru nú trúarsetningar 300 milj. manna, og kóran-
inn, sem eftir kenningum hans er hrein og bein orð guðs,
Allah, er nú lesinn á svæðinu frá Marokkó til Indlands og
frá Madagaskar til Kazan í Rússlandi.