Skírnir - 01.01.1933, Page 151
Skirnir] Arabisk menningaráhrif. 145
Að lokum leyfi ég mér að taka fram eina íhugun,
sem við Östrup prófessor oft höfum rætt um og ákveð-
ið að annarhvor okkar ætti að skrifa grein um. Það er
um svipinn, sem er með æfikjörum og hugsunarhætti
Bedúínahöfðingjanna og söguhöfðingjanna. Lífskjör Araba-
bedúína sem íslendinga á söguöldinni voru þau að berjast
við ófrjósama náttúru, umkringdir af víðlendi eyðimarkanna,
að hafa viðurværi sitt af búpeningi, háðir stöðugum erfið-
leikum við að afla nægilegra vista, að lifa einangraðir í
smáfélögum með löngum leiðum til nágrannanna. Heiðurs-
og sjáffstæðistilfinningar voru sterkar, lítið þurfti til þess
að ættirnar berðust, og þá komu mannhefndir kynslóð eftir
kynslóð, þannig að miklar ættir guldu illt afhroð. Man-
söngur, níðvisur, hestaat voru nægilegar ástæður til stríðs.
Smellin níðvísa gat verið þvílík smán, að heil ætt sæti í
sorg þangað til að skáld ættarinnar kváðu nógu napurt
níð á móti.
En vonandi gefst annað tækifæri til að skýra frá þess-
um efnum: um Lajlu hina stórlátu, sem í boðinu vildi ekki
rétta drottningunni disk, en af þessari smánandi kröfu
drottningarinnar varð mikið manndráp, um Basus, sem vegna
lítilsháttar móðgunar æsti frænda sinn til þess að drepa stór-
höfðingjann og með því olli hálfrar aldar ættarstríði, og um
kapphlaup hestanna Dahiz og Djabra, þegar höfðinginn, sem
tapaði, hefndi sín grimmilega á andstæðingi sínum, sem
hafði unnið með svikum; lá við, að það yrði aldurtili tveggja
ætta. En allt þetta yrði að þessu sinni of langt mál.
10