Skírnir - 01.01.1933, Page 152
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
Eftir Þorkel Þorkelsson.
Mikið hefir verið um það rætt og ritað, hvenær or-
ustan á Stiklarstöðum hafi verið. Hinar fornu frásagnir
geta þess, að myrkt hafi orðið, meðan á orustunni stóð>
En árið 1833 benti hinn norski stjörnufræðingur Hansteen
á það, að sama sumar hefði orðið sólmyrkvi á Stiklarstöð-
um, og mundi orustan hafa verið sama dag og sólmyrkv-
inn varð, og þaðan séu runnar frásagnirnar um myrkrið..
En á móti þessari skýringu mælti fyrst og fremst það, að
sagan segir, að Stiklarstaðaorustan og fall Ólafs konungs
helga hafi orðið á Ólafsmessu hinni fyrri, þ. 29. júlí, err
sólmyrkvinn reiknaðist að hafa orðið þ. 31. ágúst. Hér var
því meira en mánaðar munur. Síðan hafa ýmsir fræðimenn
rannsakað þetta mál, og látið í ljósi skoðun sína á því.
Ég hefi nu nýlega lokið við að reikna út þá myrkva,
sem nefndir eru í íslenzkum heimildum og borið reikning-
ana saman við frásagnirnar. í þessu sambandi athugaði
ég einnig nokkuð frásagnirnar um myrkrið á Stiklarstöð-
um, er orustan varð þar. Meðal annars, sem ég hefi lesið
um þetta mál, eru tvær norskar ritgerðir, sem nýlega hafa
verið birtar; önnur er eftir dr. Joh. D. Landmark og nefn-
ist: Solmörket over Stiklestad (Det kgl. norske Videnska-
bernes Selskabs Skrifter 1931, Nr. 3), en hin er eftir pró-
fessor Knut Liestöl og heitir: Nár stod slaget pá Stikle-
stad? (Maal og Minne 1932, bls. 1—28). Mér þykir vænt
um að fá hér tækifæri til að benda á þessar ritgerðir, því
að margar ágætar athuganir eru þar að finna um þetta