Skírnir - 01.01.1933, Page 153
Skirnir] Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn. 147
mál, þótt ég hins vegar geti eigi að öllu leyti fallizt á
aðalniðurstöðu þeirra, svo sem ég mun gera hér nánari
grein fyrir.
Snorri Sturluson segir: »Óláfr konungr féll miðvikudag
iiii kal. Augusti mánaðar (== 29. júlí); þat var nær miðjum
degi, er þeir fundusk, en fyrir miðmunda hófsk orrostan,
en konungr fell fyrir nón, en myrkrit helzk frá miðmunda
til nóns« (Heimskringla, Kbh. 1911, bls. 504).
Það má telja víst, að Ólafur konungur hafi fallið árið
1030, enda er ártalið svo í beztu heimildunum, þótt sum-
ar heimildir um dánarár Ólafs helga hafi ártalið 1029 eða
1028, og jafnvel 1024 (sbr. Landmark, bls. 56). Sólmyrkv-
inn þetta ár var 31. ágúst, svo að dagsetning Snorra á
honum er ekki rétt, en hins vegar kemur stundin að deg-
inum nokkurn veginn vel heim. Samkvæmt orðurn Snorra
var myrkvinn frá miðmunda til nóns. Nón átti að vera þá
er sól var í suðvestri, en á þessum stað og árstíma var
klukkan þá 1440 eftir sóltíma, en miðmundi merkir hér
tímann mitt á milli hádegis og nóns eða kl. 1320. Land-
mark (bls. 30) birtir niðurstöðutölur úr útreikningum ob-
servators Kristians Lous’ í Osló. Byrjaði myrkvinn sam-
kvæmt því kl. 1340, var mestur kl. 1453, en honum lauk
kl. 1600 (sóltími). Þegar myrkvinn var mestur, voru no/i2o
af þvermæli sólar myrkvaðir á Stiklarstöðum. Með töflum
Neugebauer’s hefi ég reiknað út myrkva þennan og fæ
nálega sömu tölur; byrjun 2 mínútum fyrr, en endir á
sömu mínútu. Snorri segir því myrkvann yfirleitt vera held-
ur fyrr en vera bar; þó er munurinn lítill og ekki hægt
að búast við honum minni með tilliti til þess, að menn
gátu eigi á þeiin tímum ákveðið dagstundina nákvæmlega,
og í þessu tilfelli hafa þeir alls ekki gert tilraun til þess.
Um dagsetninguna verður að taka það fram, að það er
auðvitað aðalatriðið fyrir Snorra, að dagsetja Stiklarstaða-
orustuna rétt, hitt kemur aðeins óbeinlínis fram í frásögn-
inni, að myrkvi hafi orðið sama daginn, og það er eigi
augljóst af frásögninni, hvort Snorra hefir flogið í hug, að
hér væri um venjulegan myrkva að ræða, og mætti því
10*