Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 154
148
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
[Skírnir
helzt ímynda sér, að hann hefði skoðað myrkrið yfirnátt-
úrlegt. Dagsetning orustunnar hjá Snorra er í samræmi
við það, að Ólafsmessa var haldin 29. júlí, og vitaskuld er
mánaðardagurinn hjá Snorra tekinn eftir messudeginum, en
vegna þess að frásögnin í Heimskringlu gefur tilefni til
þess að halda, að sólmyrkvinn hafi verið sama daginn, sem
Ólafur konungur féll á Stiklarstöðum, þá vekjast upp þess-
ar spurningar: Er Ólafsmessa hin fyrri (29. júlí) eigi á þeim
mánaðardegi, er Ólafur helgi féll, eða er það misskilningur
eða missögn, að sólmyrkvi hafi orðið þann dag, er Stiklar-
staðaorustan stöð?
Áður en lengra er farið er rétt að minnast þess, að
auk þess, sem áður er tilgreint úr Heimskringlu, er þar
eftirfarandi lýsing á myrkvanum og þeim atburðum, er
standa í nánustu sambandi við hann.
»Veðr var fagrt ok skein sól í heiði; en er orrosta
hófsk, þá laust roða á himininn ok svá á sólina, ok áðr
en létti, gerði myrkt sem um nótt« (Heimskr., bls. 487).
»Þá varð þat, er fyrr var sagt, at himinn var heiðr,
en sól hvarf at sýn ok gerði myrkt. Þess getr Sigvatr:
Undr láta þat ýtar
eigi smátt, es máttit
skæ-Njörðungum skorðu
skýlauss röðull hlýja;
drjúg varð á því dægri,
dagr náðit lit fögrum,
orrostu frák austan
atburð, konungs furða.
í þenna brum kom Dagr Hringsson með þat lið,
er hann hafði haft, ok tók hann þá at fylkja liði sínu ok
setti upp merki. En fyrir þvi, at myrkr var mikit, þá
varð ekki skjótt um atgönguna, þvíat þeir vissu eigi
víst, hvat fyrir var.«
Af þessu má fyrst sjá, að Snorri vísar til Sigvats við-
víkjandi myrkvanum, en Sigvatr var hirðskáld og stallari
Ólafs konungs og síðar Magnúsar góða, sonar hans, og var
handgenginn báðum. Heimild Snorra er að þessu leyti