Skírnir - 01.01.1933, Síða 155
Skirnir]
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
149
mjög góð, þótt Sigvatr væri á suðurgöngu, er orustan
varð, og tæki því eigi sjálfur þátt í henni.
Landmark og Liestöl hafa, hver á sína visu, gert grein
fyrir þvi, hvernig þeir vilji skýra það, að vísa Sigvats
sanni það eigi, að sólmyrkvi hafi orðið á Stiklarstöðum, er
orustan varð.
Eftir að hafa athugað málið frá ýmsum hliðum, kemst
Landmark að þeirri niðurstöðu, að Sigvatr muni hafa
frétt fall Ólafs konungs, er hann var á leiðinni frá Róma-
borg, og hafi menn úr Austurvegi flutt fregnina, en sam-
tímis sagt frá sólmyrkvanum, sem þeir urðu fyrir á leiðinni
yfir Eystrasaltið. Um þetta hafi Sigvatr svo ort vísu þá,
sem Snorri vitnar í, og auðvitað hafi hann skoðað myrkv-
ann sem eitt af jarteiknum Ólafs helga, þótt hann viti, að
sólmyrkvinn hafi orðið mörgum dögum síðar en orustan
varð á Stiklarstöðum. Landmark virðist byggja skýringu
sína að allmiklu leyti á orðalagi vísunnar, en vafasamt
þykir mér, að hann hafi þar hitt á réttar skýringar. »Á því
dægri« í vísu Sigvats á hjá honum við þann dag, er
myrkvinn varð, en ekki þann, er orustan varð. Þessa skýr-
ingu Landmarks mætti gilda taka, ef vísan er skoðuð sjálf-
stæð, en ekki úr erfidrápunni, sem Sigvatr orti eftir Ólaf
helga. En flestir munu líta svo á, að visan sé úr erfidráp-
unni, og þá verður skýringin afar hæpin. Kenningin: »skæ-
Njörðungum skorðu« á að hans dómi að taka í sinni upp-
runalegu merkingu sem sjómenn eða sjófarendur, en á þá
eigi við þá menn, sem þátt tóku í orustunni á Stiklarstöð-
um, og þar af virðist sú ályktun leidd, að þeir, sem sögðu
frá sólmyrkvanum, hafi verið á siglingu yfir Eystrasaltið,
er þeir tóku eftir myrkvanum. Enn fremur á »austan« að
merkja, að Sigvatr fékk fregnina austan úr Svíþjóð eða
úr Austurvegi, en mér er nær að halda, að Sigvatr hafi
verið hér islenzkari í anda og eigi við það, að hann hafi
frétt um atburði, sem gerðust í Noregi.
Sænskur fræðimaður, von Friesen, hafði áður komið
með þá skýringu, að fregnin um fall Ólafs konungs hefði
borizt sama daginn til Sigvats og myrkvinn varð. Liestöl