Skírnir - 01.01.1933, Síða 156
150
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
[Skírnir
telur báðar þessar skýringar ósennilegar og hefir þar að
mínu áliti mikið til síns máls.
Liestöl lítur hins vegar svo á, að Sigvatr hafi trúað
því, að myrkt hafi orðið, er Ólafur konungur féll, öðru vísi
verði vísa hans naumast skilin, ef rétt er að gáð. Og hann
hyggur, að Sigvatr skáld hafi verið heldur trúgjarn, er u'm
yfirnáttúrlega hluti var að ræða, ekki sízt ef Ólafur helgi
átti þar einhvern hlut að máli, og þess vegna hafi hann
hent á lofti óljósar og óábyggilegar sagnir um myrkur,
sem hefði átt að verða, er orustan stóð á Stiklarstöðum.
Og hann visar máli sinu til sönnunar á ýmsar hliðstæðar
sagnir um myrkva og myrkur, er hafi átt að verða, þá er
orustur voru háðar eða mikilmenni létust.
Það er óneitanlega ekki svo lítið til í þessu. Muna
verður það, að Sigvatr var eigi sjálfur í Noregi, þá er
þessir atburðir gerðust, og gat því eigi af eigin raun sagt
frá myrkvanum, og sem sagt er eigi loku fyrir það skotið,
að einhverjir hafi sagt Sigvati óafvitandi rangt frá myrkv-
anum eða skýrt honum svo ruglingslega frá atburðunum
um orustuna og myrkvann, að honum hafi skilizt svo, að
myrkvinn hefði orðið á meðan orustan stóð, þótt svo hefði
ekki verið í raun og veru. En samt virðist mér ósennilegt,
að Sigvatr hefði eigi fengið þann misskilning leiðréttan,
þvi að hann hefir haft ærið tækifæri til að spyrjast fyrir
um hið sanna í þessu efni, því að hann dvaldi langdvöl-
um skammt frá þeim slóðum, er þessir atburðir gerðust,
og mér þykir það næsta ótrúlegt, að almenningur hafi á
fyrstu árum eftir fall Ólafs helga orðið svo blindaður af
trúarofstæki, að það hafi orðið almenn trú manna að myrkvi,
sem varð meira en mánuði síðar, hafi í meðvitund þeirra
flutzt til sama dags og orustan á Stiklarstöðum varð.
Mér virðist og vísa Sigvats gefa ofurlitla bendingu
um það, að hann hafi leitazt við að ná í sem sannastar
sagnir af myrkrinu, eða að minnsta kosti hafi hann viljað
ganga úr skugga um það, að hér var ekki venjulegu dimm-
viðri, rigningu og þykku lofti til að dreifa, því að honum