Skírnir - 01.01.1933, Page 157
Skírnir] Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn. 151
þótti ástæða til að geta þess sérstaklega, að skýlaust hefði
verið, er myrkrið féll á.
Þótt vísa Sigvats sé eigi óhrekjandi sönnunargagn
fyrir því, að sólmyrkvinn hafi orðið sama dag og orustan,
er hún þó mikilvæg bending í þá átt, og verður eigi
hrundið nema önnur álíka veigamikil rök komi á móti.
Eitt af því, sem rýrir gildi vísunnar sem sönnunar-
gagns, er það, að nokkrar aðrar heimildir, sem minnast á
•dauða Ólafs helga, geta eigi um myrkvann, þótt mönnum
finnist nú, að ástæða hefði verið til þess, ef höfundunum
thefði verið kunnugt um myrkvann. Ég skal ekki tefja tím-
•ann með þvi að telja upp þessar heimildir, því að þeirra
•er getið í þeim ritum, sem áður hefir verið talað um, enda
ekki svo mikið upp úr þessu leggjandi, því að það getur
átt sína rót í vanrækslu eða gleymsku, að myrkvans er
•ekki getið í einhverjum af þessum gömlu heimildum.
En það er einnig ljóst, að Snorri segir meira um
myrkvann, en beinlínis má fá út úr vísu Sigvats. Liestöl
bendir á það, að mest af þessu muni Snorri hafa tekið
‘úr elztu sögunni eins og Styrmir fróði gekk frá henni, og
færir mjög sennileg rök fyrir því, að hann hafi lagað frá-
sögnina, svo að hún yrði eðlilegri. En þó þessi skýring
sé tekin góð og gild, þá er málinu samt ekki lokið með
því. Spurningin verður þá: Hvaðan hefir elzta sagan fengið
þessar frásagnir? Ef þessar frásagnir eru ekki spunnar út
úr vísu Sigvats, þá verða líkurnar meiri fyrir því, að
■eitthvað sé hæft í frásögnunum um myrkvann, af því að
það væri meira en lítil tilviljun, ef tvær, hver annari óháð-
ar, sagnir mynduðust um myrkva, meðan á Stiklarstaða-
orustunni stóð, án þess að eitthvað raunverulegt stæði á
bak við.
Auk þess eru tvær frásagnir, sem mér virðast ekki fá
fullnægjandi skýringu á þennan hátt. Annað er tíminn að
•deginum, sem Snorri tilgreinir, og kemur að því er myrkv-
ann snertir, vel heim við það, sem reikningarnir gefa, svo sem
áður hefir verið sagt. Landmark (bls. 50) ræðir þetta mál
j-ækilega; álítur hann, að Snorri Sturluson hafi af ýmsu