Skírnir - 01.01.1933, Page 160
154
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
[Skírnir
'það kemur fyrir í skáldskap, þarf eigi að minu áliti ávallt
• að fela í sér þá staðhæfingu, að umræddur viðburður
hafi gerzt einmitt að morgni dags. Annars finnst mér
liggja nærri að láta setninguna: »Þá er ærir alms með
bjarta hjálma þustu árlega ofan« merkja: Þá er hinir her-
týgjuðu hermenn létu eigi á sér standa (eða voru fljótir
til) að skunda ofan. Og sennilega hefir Snorri Sturluson
litið svo á, að engin ákveðin ákvörðun um tímann lægi i
vísu þessari, því að hann hefir ekkert tillit tekið til orðs-
ins »árliga«, er hann ritaði hvenær að deginum orustan
á Stiklarstöðum hefði verið. Þó þekkti hann vísuna vel og
tilgreinir hana skömmu áður í Heimskringlu. Ósennilegt
þykir mér, að Snorra hafi láðst að taka eftir þeirri tíma-
ákvörðun, sem fólst í vísunni, ef »árliga« merkir hér
árla dags.
Þess má einnig geta, að aðrar sögusagnir, en hér
hafa verið greindar, benda helzt á það, að orustan hafi
verið síðari hluta dags. Ég á við frásögnina í Flateyjar-
bók um viðurtal þeirra Þormóðs Kolbrúnarskálds og Dags
Hringssonar (sbr. Fóstbræðrasaga, Reykjavík 1899, bls. 146).
Er þar ótvírætt gefið í skyn, að orustan (Dagshríð) hafi
hætt vegna þess, að þá var eigi vígljóst orðið fyrir nætur
sakir. Bæta má því við, að þessi sögn kemur miklu betur
heim við það, að orustan hefði verið 31. ágúst en 29.
júlí, vegna þess að 29. júlí var nótt eigi aldimm, og senni-
lega aðeins stutta stund, sem eigi var vígljóst, því að sól
gekk þá eigi fullar 9° undir láréttan sjóndeildarhring á
Stiklarstöðum.
í kafla þeim úr Heimskringlu, sern tekinn var upp
hér að framan, er þess getið, að myrkrið, sem varð á
Stiklarstöðum, hafi haft áhrif á gang orustunnar á þann
hátt, að atlaga Dags Hringssonar tafðist af þeim orsökum.
Þetta er annað af því, sem ég get ekki fundið í öðrum
gömlum heimildum en Heimskringlu. Hins vegar er til
önnur sögn um það, sem gerðist áður en Dagur lét hefja
árásina á bændur. Bauð hann þeim þann kostinn, að þeir
tækju sig til konungs, og þá er því var neitað, bauð hann