Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 163
Skírnir]
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
157
tekið hann eftir öðrum. Landmark skoðar þetta mikla sönn-
un þess, að minningin um það, að Ólafur konungur helgi
hafi fallið á miðvikudegi, hafi geymzt í munnmælum í
Noregi, þangað til sögurnar voru færðar í letur. Benda
verður samt á það, að Theodricus munkur getur eins vel
hafa fengið vikudaginn hjá íslendingum sem eftir norskum
sögnum, því að margt segist hann hafa eftir frásögn ís-
lendinga. Helgisaga Ólafs konungs hefir ártalið rangt, en
•segir samt Ólaf helga fallinn á miðvikudegi. Höfundur sög-
unnar hefir því eigi reiknað út vikudaginn, og mætti þess
vegna búast við því, að gömul munnmæli birtust hér, en
nafnið, miðvikudagur, sýnir að minu viti, að hér sé um
íslenzka sögn að ræða, því að miðvikudagsnafnið mun
•eigi hafa verið notað í Noregi að neinu ráði um þessar
mundir, heldur var dagurinn nefndur þar Óðinsdagur. Það
•er og lítt hugsanlegt, að minningin um vikudaginn, er
Ólafur helgi féll, hafi varðveitzt í munnmælum á íslandi í
meira en 100 ár, því að framan af mun lítið hafa kveðið
að helgi Ólafs konungs hér, að minnsta kosti nefnir Ari
fróði hann »Ólaf digra« en ekki »Ólaf helga«. Og jafnvel
i Noregi, þótt þar væri miklu meiri helgi á Ólafi konungi
en á íslandi, er lítið sennilegt, að minningin um vikudag-
inn hafi geymzt mann fram af manni, þar til sögurnar voru
íærðar í letur, einkum þar sem Ólafsmessa varð fám árum
•eftir Stiklarstaðaorustuna fastur mánaðardagur, en fluttist
íil á vikudögum ár frá ári. Mér þykir því langsennilegast,
að hinn rétti vikudagur hafi fallið í gleymsku, en síðar, er
helgi Ólafs konungs tók að skipa æðri sess í trúarlífi
manna, þá hafi þeim leikið hugur á að vita um vikudag-
mn og reiknað hann út eftir ártalinu og mánaðardegi
Ólafsmessunnar.
Nú segir í Heimskringlu og viðar, að líkami Ólafs
helga hafi verið tekinn aftur úr jörðu einu ári og fimm dög-
um eftir fall hans. í kvæðinu Geisli eða Ólafsdrápa, sem
Einar skáld Skúlason flutti í Kristskirkju í Niðarósi árið
1153, er þessi tími talinn 12 mánuðir og 5 nætur, sem
auðvitað merkir það sama. Aðrar heimildir nefna daginn,