Skírnir - 01.01.1933, Side 165
Skírnir]
Síiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
159>
gömlum ritum, svo mér sé kunnugt, sem gefur bendingu
i þá átt. Enn fremur hefði þá mátt búast við einni Ólafs-
messunni enn til minningar um fall konungsins. Reyndar
er getið um Ólafsmessu hina fyrstu i yngri kristnirétti.
Gulaþingslaga (sbr. Kolsrud: Nordiske Kalenderdagnavn i
Middelalderen, aftan við Schroeters Haandbog i Kronologi),.
en þetta sannar lítið. Hitt gæti verið, að klerkum eða yfir-
stjórn kirkjunnar hefði þótt ástæða til að setja Ólafsmessu
á annan mánaðardag en þeir héldu, að orustan hefði verið,
en vafalaust hafa þeir eigi gert það uppskátt, heldur látið
í veðri vaka, að Ólafsmessa væri á hinum rétta mánaðar-
degi. Hér gætu komið til greina áhrif frá Alfífu eða Sveinii
konungi syni hennar, einnig gat verið ástæða til að flytja.
messuna til vegna myrkvans.
í ritum þeirra Landmarks og Liestöls er sýnt fram á
það, að Ólafsmessan 29. júlí var orðin kunn í EnglandL
skömmu eftir 1050 og hér um bil 20 árum síðar getur
Adam frá Brimum þessarar dagsetningar á Ólafsmessu..
Sigvatr skáld, sem deyr um 1045, getur einnig Ólafs-
messu í kvæðum sinum. Allt þetta sýnir og sannar, að
Ólafsmessa var viðurkennd fám árum eftir fall Ólafs kon-
ungs. Hins vegar er mér ekki kunnugt, hvcrjir því hafa.
ráðið, að Ólafsmessa skyldi upp tekin þenna dag, 29. júlí,.
en búast má þó við því, að norskir klerkar og kennimenn
hafi mestu um það ráðið, samt gæti verið, að yfirstjórn
kirkjunnar í Róm hafi haft þar hönd í bagga.
Vér skulum nú nánar athuga, hverjar líkur séu til
þess, að mönnum hafi skjátlazt í því að setja Ólafsmessu
niður á þann mánaðardag, sem var hinn rétti dánardagur-
Ólafs helga, þótt eigi væri liðin nema fá ár frá því, að.
þeir atburðir gerðust.
Fyrst er þá að minnast þess, að á þessum tímum voru
notuð í Noregi tvenns konar tímatöl. Annað var tímatal
rómversku kirkjunnar, eða gamli stíll, en hitt var misseris-
tal. Hið rómverska tímatal hafa tiltölulega fáir þekkt á
þessum tímum, og það hefir eigi verið notað af alþýðui
manna. Lítið vita menn um misseristalið í Noregi, en geræ