Skírnir - 01.01.1933, Síða 166
160
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
[Skírnir
má ráð fyrir því, að það hafi í aðaldráttunum verið svip-
að misseristalinu íslenzka, sem í sinni upprunalegu mynd
var sniðið eftir hinu forna norska misseristali. Sumar og
vetur hafa þá komið á vissum vikudögum, en færzt nokk-
uð fram og aftur, ef miðað er við hið rómverska dagatal.
Að vísu geta íslenzk rím þess, að sumardagurinn fyrsti sé
í Noregi 14. apríl, en vetrardagurinn fyrsti 14. október, en
•ég tel víst, að þessi ákvörðun á upphafi sumars og vetrar
hafi eigi verið komin á, þá er orustan varð á Stiklarstöð-
um. Vér megum þess vegna að mínu áliti gera ráð fyrir
því, að minningin um dánardægur Ólafs helga hafi fyrstu
árin meðal almennings verið bundin við vissan vikudag í
misseristalinu norska, en færzt til á mánaðardögum róm-
verska tímatalsins. En þegar Ólafsmessa (h. f.) var ákveð-
in, varð að marka henni fastan sess í rómverska tímatal-
inu, og við umreikninginn frá misseristali til rómversks
tímatals gat ártíð Ólafs helga hæglega hafa flutzt um
nokkra daga miðað við hina rómversku mánuði. T. d. hafi
•orustan verið mánudaginn 31. ágúst 1030, þá gat sá mánu-
dagur í misseristalinu árið 1037 borið upp á 29. ágúst. En
frá sjónarmiði kirkjunnar mundi það sennilega hafa skoð-
azt óheppilegt, að Ólafsmessu bæri upp á 29. ágúst, því að
þá var Höfuðdagurinn (Decollatio Johannis baptistæ), og
gat þá komið til mála að flytja Ólafsmessu um mánuð, til
29. júlí. Jafnvel má gera ráð fyrir þvi, að sumum mönnum
kirkjunnar hefði þótt fara vel á því, að Ólafsmessa væri
29. júlí, þar eð Höfuðdagur Jóhannesar skírara var 29.
ágúst, enda var fordæmið kunnugt, þar sem nokkrum
helztu messudögum kirkjunnar var skipt niður á mánuðina
eftir svipuðum reglum, svo sem jól VIII kal. Jan. (= 25.
des.), Jónsmessa VIII kal. Julii (= 24. júní), Boðunardagur
Maríu VIII kal. Apr. (= 25. marz), Pálsmessa VIII kal.
Febr. (= 25. jan.), Pétursmessa VIII kal. Mart. (= 22.
febr.) og Jakobsmessa VIII kal. Aug. (= 25. júli). En það
þarf ekki að hafa verið af ásettu ráði, að Ólafsmessa var
flutt um mánuð — frá 29. ágúst til 29. júlí — heldur af
■ einhverjum misgáningi. Slikar mánaðarskekkjur þekkjast í