Skírnir - 01.01.1933, Síða 167
Skírnir] Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn. 161
'dagsetningum (t. d. í Konungsskuggsjá). Einnig eigi ótítt,
að messudagar dýrlinga flytjist í dagatölum um mánuð,
svo sem Landmark getur um, og má sem dæmi nefna:
Sjjö sofendur (Septem dormientium) 23. júní og 23. júlí og
messudag Felicis 27. júlí og 27. ágúst.
Við færslu á dagsetningu milli misseristals og róm-
versks tímatals, er ávalt hætt við, að villur slæðist inn,
Sjaldnast er nú hægt að benda á slíkar villur, en einstak-
ar dagsetningar verða þó einmitt af þeim sökum grun-
samlegar. Biskupasögurnar eru tvísaga um dánardag
Stefáns biskups Jónssonar í Skálholti 1518. Önnur sögnin
‘er: þriðjudaginn fyrstan í vetri (=19. okt.), en hin: þriðju-
’dag um þríhelgar, fyrir Andrésmessu (= 23. nóv.). En svo
kemur kjörbréf Ögmundar biskups frá 15. nóv. 1520, sbr.
Fornbréfasafníð VIII, bls. 758, með dánardag Stefáns biskups
XVII kal. Novembris (= 16. okt.). Mætti ætla að þessi dag-
setning væri rétt, því að heimildarmaðurinn er vafalaust
sjálfur Ögmundur biskup, sem hafði staðið yfir gröf fyrir-
■rennara sins tveim árum áður. Samt er þessi dagsetning
grunsamleg, því að eftir henni hefði Stefán biskup, átt að
hafa andazt laugardaginn 16. okt„ sem þá var fyrsti vetrar-
dagur í hinu íslenzka misseristali, en hinar sagnirnar eru
sammála um þriðjudaginn, og er varla ástæða til að meta
þær lægra í því atriði. Einkennilegt er, að allar þessar
■dagsetningar eru bundnar við fyrsta vetrardag að ein-
hverju leyti, því að þriðjudagurinn um þríhelgar bar upp
■á Klemensmessu 1518, en hún var einnig talin fyrsti vetrar-
•dagur í rómverskum dagatölum hér á landi svo sem rím-
vísan ber með sér
Klemens vottar vetur,
vorar á stóli Pétur,
Urban sumar setur,
Symphórian haust getur.
Hinn fyrsti vetrardagur, sem annað hvort gat verið fyrsti
vetrardagur misseristalsins eða Klemensmessa, virðist því
hafa komið af stað þessum missögnum.
Það er alkunnugt, að dagsetningarvillur koma ekki
ll