Skírnir - 01.01.1933, Page 168
162
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
[Skirnir
svo sjaldan fyrir nú á tímum í skjölum og bréfum, og
Liestöl tilgreinir einnig ljós dæmi þess, að þessar daga-
villur komast jafnvel inn í kirkjubækurnar. Svipuð dæmi:
gæti ég nefnt héðan af landi. Þó verður enn þá hættara
við dagsetningarvillum, þegar ritað er um atburði, sem
liðnir eru, jafnvel þótt eigi séu nema fá ár um liðin. í elztu
sögu Guðmundar Arasonar er frá því sagt, að hann hafi
komið til Víðimýrar að veturnóttum árið 1201, er hann
var í biskupskjöri, og hlýtur það að hafa verið annað>
hvort föstudagskvöldið 12. október eða tímanlega á laugar-
daginn 13. október, þvi að laugardaginn talar hann við>
Þorvarð föðurbróður sinn og Kolbein Tumason. Á sunnu-
daginn (14. okt.?) var haldið kjörþing. »Um morguninn.
eptir (mánudaginn 15. okt.) búask þeir til Hóla með biskups-
efni Kolbeinn ok Þorvarðr ok klerkar hans sjálfs. . . . Fara
síðan um daginn út til Hóla, ok koma út um aftaninn fyrir
Kolnismeyjamessu ok er þá ger processia í mót honum«
(Sturlunga saga I, Rvík 1908, bls. 213—216). Kolnismeyja-
messa er 21. október, og virðast þeir því hafa verið á 6.
dag á leiðinni frá Víðimýri að Hólum, sem annars er farið'
á parti úr degi. Auðvitað er hér eitthvað málum blandað,
og þó er sagan sögð rituð af nákunnugum manni og
skömmu eftir að hún gerðist. Það er líkast því sem höf-
undur sögunnar hafi byggt þetta að miklu leyti á útreikn-
ingi en farið ára villt, og tekið árið 1203 í staðinn fyrir
1201. Arngrímur ábóti hefir og farið rangt með tímatal
þessara atburða í Guðmundarsögu sinni, þótt tímatalið sé
þar nokkuð á aðra lund.
Af þessu má sjá, að maður nákunnugur Guðmundk
góða Hólabiskupi fór mánaðardaga villt, er hann ritaði
um þennan dýrling sinn, og þá virðist eigi ótrúlegt, að
mönnum hafi getað skjátlazt eitthvað með mánaðardaginn,.
er þeir ákváðu Ólafsmessu, ekki sízt þegar litið er á það,.
að tímatalið í Noregi var um þær mundir tvískipt, og hið
gamla misseristal líklega nokkuð á reiki eftir byggðarlög-
um, en hið nýja tímatal eigi nógu samgróið meðvitund.
manna, til þess að þeir væri óskeikulir í að nota það.