Skírnir - 01.01.1933, Page 169
Skírnir]
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
163
Harla ósennilegt þykir mér, að menn hafi ritað niður
hjá sér mánaðardaginn, er orustan á Stiklarstöðum stóð,
svo að segja samtímis og atburðirnir gerðust. Því að
tryggðavinir og aðdáendur Ólafs konungs höfðu á þeim
dögum öðrum hnöppum að hneppa, og yfirleitt munu
menn í þá daga litla rækt hafa lagt við afmælisdaga og
ártíðir, þótt þetta breyttist skömmu á eftir.
Hins vegar álít ég það mjög sennilegt, að árið eftir
orustuna, þá er lík konungsins var tekið upp aftur, hafi
einhverjir farið alvarlega að ihuga það, hve nær hann
hefði fallið, og það verður að viðurkenna að lang mestar
verða likurnar fyrir þvi, að menn hafi þá komizt að réttri
niðurstöðu um dánardaginn, þar sem ekki var nema ár
liðið. Þó getur þetta hafa ruglazt svo, að Ólafsmessa hafi
lent á röngum mánaðarc egi. Getur verið ástæða til að
minna hér á það, að í elztu sögu Guðmundar Arasonar
biskups er vígsludagur hans sagður að vera á Evphemíu
dag, sem ekki getur verið annar en 13. apríl 1203 og var
þá 1. sunnudagur eftir páska, en hjá Arngrimi ábóta verð-
ur þetta Evphemíu dag 16. sept. 1202, sem ekki getur
staðizt. ViIIan kemur auðvitað til af því, að Arngrímur
hefir tekið skakkan Evphemíu dag.
Ef Ólafur konungur heiir fallið sama dag sem sól-
myrkvinn varð, þ. e. 31. ágúst, er eigi ósennilegt að næsta
ár á eftir hafi menn talið mánudaginn 30. ágúst sama dag
eftir misseristalinu og breytt honum í rómverskan mán-
aðardag sem dag Felicis & Adaucti. Eigi þurfti nú annað
en að síðara nafnið hefði fallið niður — slíkt virðist eigi
svo sjaldan koma fyrir í dagatölum — til þess að þetta
hefði eftir nokkur ár verið skoðað sem 29. júlí, er einnig
hét dagur Felicis í sumum dagatölum, þótt oftast væri bætt
við félögum hans.
Þótt ég hafi hér gert tilraunir til að benda á það,
hvernig hugsanlegt sé, að dagsetningin hafi flutzt frá
31. ágúst til 29. júlí, þá er eigi svo að skilja að ég vilji
halda því fram, að dagsetning Ólafsmessu hafi einmitt
breytzt á þennan há1t. Aðalatriðið er hitt, að á þessum
11*