Skírnir - 01.01.1933, Page 170
164
Stiklarstaðaorusta og sólmyrkvinn.
[Skírnir
umbrotatímum í Noregi, þar sem notuð voru tvenns konar
tímatöl, sem eigi voru komin í fasta afstöðu hvort til ann-
ars, og þar sem töluverður hluti þjóðarinnar var en'n heið-
inn eða lítt kristinn, og jafnvel í liði Ólafs konungs var
skömmu fyrir Stiklarstaða orustuna nálega 4. hver maður
heiðinn, þá er hætt við, að dagsetningin hafi ruglazt, þótt
eigi liði nema fá ár frá falli Ólafs og þar til messa hans
fékk ákveðinn mánaðardag í hinu rómverska tímatali.
Ef einhverjir hefðu þótzt taka eftir því, og það er
sennilegt, að svo hafi verið, að messudagurinn væri sett-
ur fyrr á árinu en dánardagur Ólafs helga, þá hefðu þeir
samt eigi haldið þeim andmælum mikið á lofti, þar sem
kirkjunni var að mæta og þeim, sem bækurnar höfðu.
Þegar öllu er á botninn hvolft, verður niðurstaðan hjá
mér nokkuð önnur en hjá þeim Landmark og Liestöl. Að
vísu viðurkenni ég, að gögnin fyrir því, að myrkvi hafi
orðið, þá er orustan stóð á Stiklarstöðum árið 1030, séu
eigi óyggjandi, en mér þykir þeir véfengja þau ofmikið,
og hins vegar, þar sem þeir vilja taka dagsetningu
orustunnar góða og gilda, þá álít ég hana eigi síður
véfengjanlega en sögnina um sólmyrkvann.
Meðan eigi fást fleiri gögn, er að minum dómi eigi
hægt með neinni vissu að segja, hvort dagsetningin á
orustunni á Stiklarstöðum árið 1930 er réttari 29. júli
eða 31. ágúst.
Liestöl getur þess, að litil líkindi séu til þess, reikn-
ingslega skoðað, að orustan og myrkvinn hafi lent á sama
degi, þótt gefið sé, að báðir þessir viðburðir hafi orðið á
sama ári. En það er erfitt að álykta nokkuð út frá þessu.
Líkindadæmið mætti einnig bera fram á annan veg. Hve
mikil líkindi eru til þess, að þessir tveir viðburðir hafi
orðið á sama stað í Noregi og eigi með lengra millibili
en 40 dögum; annars vegar mikill sólmyrkvi, en hins
vegar að landsmenn felli konung sinn, sem þeir skömmu
síðar hefja í dýrlingatölu? Flestir eða allir eru sammála
um það, að þetta hafi komið fyrir 1030, en reikningslega
yrðu líkindin harla lítil. Þegar slíkt kemur fyrir, er ástæða