Skírnir - 01.01.1933, Page 172
Magnús Stephensen.
Eftir Þorkel Jóhannesson.
I.
Með haustskipum 1783 bárust fyrstu fregnirnar um
Skaftárelda til Kaupmannahafnar. Þær fregnir voru hvorki
meira né minna en ógurlegar. Þær voru eins og draumur
manns, sem er troðinn djöfullegri möru, þrungnar af skelf-
ingu þess, sem finnur staðfasta jörðina svíkja undan fót-
um sér, byltast til af vonzku og fjandskap, því líkast sem
hún byggist til að gleypa hann lifandi. Sér glóandi eimyrju
og beljandi vatnsflóð, illúðleg, mórauð af ösku og sandi,
ryðjast á hæla sér. En yfir uppi er eirlitt rökkur, drauga-
leg nótt, sem hvorki veit af sól eða stjörnum. Helvízk org
og drunur kveða við i öllum áttum. Hræfareldar og kyn-
legir glampar lýsa þessa nótt með snöggum leiftrum. En
svipsinnis er myrkrið rofið af eldlegu sverði: Sjálfur jarð-
eldurinn birtir yfir brennisteinsgulum, visnandi gróðri; yfir
hálfærðum, soltnum og ráfandi fénaði; yfir flóttaför ráð-
villtra, sjúkra og heimilislausra manna.
Slíkir atburðir sem þessir voru reyndar nógu svaka-
legir og hinir ótrúlegustu í miskunnarlausri reynd sinni,
fullkomlega ofviða þoli flestra manna, er fyrir þeim urðu,
lifðu ógnir þeirra. En áhrif þeirra náðu miklu viðar og ristu
alls staðar djúpt. Þekking manna á eðli þvílíkra náttúru-
byltinga var um þessar mundir næsta ófullkomin og bland-
in hindurvitnum ýmiskonar. En það eru forn og ný sann-
indi, að þar sem skilninginn þrýtur og þekkinguna, á hug-
arburðurinn, ímyndunin, sína greiðfærustu leið. Og oft er